Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2022 16:34 Einar Hermannsson formaður SÁÁ hér fyrir framan húsakynni samtakanna við Efstaleyti. vísir/vilhelm Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið að undanförnu sem nú hefur ratað til héraðssaksóknara eftir umfjöllun eftirlitsdeildar SÍ. Þar er undir grunur um fjársvik SÁÁ með útgáfu tilhæfulausra reikninga. Og að greitt hafi verið fyrir þjónustu sem ekki er samningsbundin; að gerðir hafi verið mörg þúsund reikningar vegna fjarþjónustu en ekki voru fyrirliggjandi samningar um slík þjónustukaup. Segja engan kostnaðarauka vegna aðgerða SÁÁ Í yfirlýsingu starfsfólks SÁÁ, sem samtökin birtu á vefsíðu sinni, er hún sögð sett fram vegna alvarlegra ásakana um starfshætti við reikningsgerð til SÍ í heimsfaraldri. „Enginn kostnaðarauki ríkis varð til vegna aðgerða SÁÁ í göngudeild 2020,“ segir í upphafi tilkynningarinnar. Þar mótmæla starfsmenn SÁÁ harkalega þeim ásökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar inntu af hendi á tímabilum þar sem ítrustu sóttvarna var krafist af yfirvöldum vegna heimsfaraldurs. „Áfengis- og vímuefnaráðgjafar sinna árlega þúsundum einstaklinga í hópúrræðum í göngudeild. Slíkum hópúrræðum, óbólusettra skjólstæðinga, var ekki forsvaranlegt að halda úti í ströngustu samkomutakmörkunum vegna smithættu af Covid. Í þeim tilgangi að halda meðferðarsambandi, styrkja bata og koma í veg fyrir bakslag á meðan á takmörkunum stóð, lögðu starfsmenn SÁÁ á sig mikla vinnu á stuttu tímabili við að hringja út í skjólstæðinga og veita þeim upplýsingar, ráðgjöf og stuðning.“ Vegið að starfsheiðri og trúverðugleika Starfsmenn SÁÁ segjast ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið. „Er þessi vinna, sem unnin var af heilindum og í góðri trú, nú gerð tortryggileg og jafnvel saknæm. Það er rétt að halda því til haga, að enginn fjárhagslegur ávinningur fyrir SÁÁ eða starfsfólk samtakanna, umfram gildandi samninga, gat hlotist af þessari vinnu. Er með þeirri málsmeðferð SÍ gróflega vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ.“ Starfsfólkið segir að endingu að áfengis- og vímuefnaráðgjafar, og allir starfsmenn SÁÁ, muni nú sem áður setja hagsmuni skjólstæðinga sinna í fyrsta sæti og kappkosta að veita áfram bestu mögulegu þjónustu á krefjandi tímum heimsfaraldurs. Fíkn Stjórnsýsla Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23 „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vísir hefur fjallað ítarlega um málið að undanförnu sem nú hefur ratað til héraðssaksóknara eftir umfjöllun eftirlitsdeildar SÍ. Þar er undir grunur um fjársvik SÁÁ með útgáfu tilhæfulausra reikninga. Og að greitt hafi verið fyrir þjónustu sem ekki er samningsbundin; að gerðir hafi verið mörg þúsund reikningar vegna fjarþjónustu en ekki voru fyrirliggjandi samningar um slík þjónustukaup. Segja engan kostnaðarauka vegna aðgerða SÁÁ Í yfirlýsingu starfsfólks SÁÁ, sem samtökin birtu á vefsíðu sinni, er hún sögð sett fram vegna alvarlegra ásakana um starfshætti við reikningsgerð til SÍ í heimsfaraldri. „Enginn kostnaðarauki ríkis varð til vegna aðgerða SÁÁ í göngudeild 2020,“ segir í upphafi tilkynningarinnar. Þar mótmæla starfsmenn SÁÁ harkalega þeim ásökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar inntu af hendi á tímabilum þar sem ítrustu sóttvarna var krafist af yfirvöldum vegna heimsfaraldurs. „Áfengis- og vímuefnaráðgjafar sinna árlega þúsundum einstaklinga í hópúrræðum í göngudeild. Slíkum hópúrræðum, óbólusettra skjólstæðinga, var ekki forsvaranlegt að halda úti í ströngustu samkomutakmörkunum vegna smithættu af Covid. Í þeim tilgangi að halda meðferðarsambandi, styrkja bata og koma í veg fyrir bakslag á meðan á takmörkunum stóð, lögðu starfsmenn SÁÁ á sig mikla vinnu á stuttu tímabili við að hringja út í skjólstæðinga og veita þeim upplýsingar, ráðgjöf og stuðning.“ Vegið að starfsheiðri og trúverðugleika Starfsmenn SÁÁ segjast ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið. „Er þessi vinna, sem unnin var af heilindum og í góðri trú, nú gerð tortryggileg og jafnvel saknæm. Það er rétt að halda því til haga, að enginn fjárhagslegur ávinningur fyrir SÁÁ eða starfsfólk samtakanna, umfram gildandi samninga, gat hlotist af þessari vinnu. Er með þeirri málsmeðferð SÍ gróflega vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ.“ Starfsfólkið segir að endingu að áfengis- og vímuefnaráðgjafar, og allir starfsmenn SÁÁ, muni nú sem áður setja hagsmuni skjólstæðinga sinna í fyrsta sæti og kappkosta að veita áfram bestu mögulegu þjónustu á krefjandi tímum heimsfaraldurs.
Fíkn Stjórnsýsla Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23 „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44