Þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna og ástandið súrt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Jóhannes Stefánsson, eða Jói í Múlakaffi eins og hann er iðulega kallaður. egill aðalsteinsson Á föstudaginn hefst þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna. Þetta segir veitingamaður í Múlakaffi. Hann vinnur nú að því að koma fimmtán tonnum af súrmat út, en flest öll íþróttafélög hafa ýmist aflýst eða frestað þorrablótum. Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira