Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 19:20 „Ég fer í fríð,“ gæti Bjarni verið að söngla í huga sér á þessari mynd. Vísir/Hjalti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03
„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01
Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25