Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 19:20 „Ég fer í fríð,“ gæti Bjarni verið að söngla í huga sér á þessari mynd. Vísir/Hjalti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03
„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01
Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25