Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. janúar 2022 21:03 Brátt verður ekki nóg að vera með einn skammt af Janssen til að bólusetningarvottorð teljist gilt innan ESB. Vísir/Vilhelm Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira