Juan Cuadrado kom Juventus yfir eftir 25 mínútna leik, og Alvaro Morata bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að heimamenn hefðu brotið af sér í aðdraganda marksins, og mark Morata fékk því ekki að standa.
Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan því 1-0, en Daniele Rugani skoraði annað mark Juventus snemma í síðari hálfleik.
Andrea Conti minnkaði muninn fyrir gestina eftir rúmlega klukkutíma leik, áður en Paulo Dybala kom Juventus aftur tveimur mörkum yfir stuttu síðar.
Alvaro Morata gulltryggði síðan 4-1 sigur Juventus af vítapunktinum um stundarfjórðungi fyrir leikslok, og liðið er því komið í átta liða úrslti þar sem annað hvort Sassuolo eða Cagliari bíður þeirra.