Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2022 07:01 Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Þinghald var opið, sem er afar fátítt í kynferðisbrotamálum. Dóms er að vænta upp úr næstu mánaðamótum. Vísir/Vilhelm Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. Aðalmeðferð í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjaness lauk á föstudag með málflutningi saksóknara og verjanda Jóhannesar. Fyrir það höfðu fjölmörg vitni komið fyrir dóminn og gefið skýrslu. Jóhannes hefur þegar verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og fékk sex ára dóm í Landsrétti. Jóhannes neitar sök í málinu en hann er ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Auk þess er honum gefið að sök að hafa beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Sýndi merki áfallastreitu Sálfræðingurinn, sem er íslensk kona en býr og starfar í Kaupmannahöfn, kom og bar vitni fyrir dóminum í gegnum fjarfundabúnað. Þar bar hún um Ragnhildur hefði leitað til sálfræðistofunnar sem hún starfrækir í Kaupmannahöfn, þar sem Ragnhildur bjó, í mars 2018. Ragnhildur hafi í upphafi meðferðar lýst óöryggi, lágu sjálfsmati og depurð. Þá hafi hún sýnt merki um félagskvíða, neikvæða líkamsímynd og óöryggi í samskiptum við karlmenn, auk þess sem hún hefði sýnt skýr merki áfallastreitu. Þegar liðið hafi á meðferðina hafi Ragnhildur síðan opnað sig um meint brot Jóhannesar. Að sögn sálfræðingsins hafi „púslin raðast saman“ í kjölfarið, og þær kafað saman í afleiðingar meintra brota. Þá hafi komið í ljós að Ragnhildur sýndi ýmis einkenni sem algeng væru hjá þolendum kynferðisbrota. Sálfræðingurinn bar um að Ragnhildur hefði sagt henni frá meintum brotum Jóhannesar í júlí 2018, þremur mánuðum áður en fjallað var um í fjölmiðlum að fjöldi kvenna hefðu stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot. Í kjölfar þess að fjölmiðlaumfjöllun um Jóhannes fór af stað hafi Ragnhildur upplifað sektarkennd yfir því að hafa ekki stigið fram á sínum tíma, greint frá upplifun sinni og kært Jóhannes. Ragnhildur hafði sjálf orð á samviskibiti vegna þessa í sínum vitnisburði. Námsefni í skólanum kveikjan að áfalli Sálfræðingurinn ræddi sérstaklega um andlegt áfall sem Ragnhildur hefði fengið haustið 2017. Hún hafi þá verið í skiptinámi við lagadeild Háskóla Íslands, frá Danmörku þar sem hún bjó og lærði að staðaldri. Í einum áfanga hafi lesefnið að miklu leyti verið dómar í kynferðisbrotamálum, sem hafi reynst Ragnhildi afar þungbært. Þar á meðal hafi verið dómur um nuddara sem hefði sett fingur inn í leggöng konu. Fyrir dómi kom fram að í kjölfarið hefði Ragnhildur upplifað mikla andlega lægð og þurft að fresta því að fara aftur til Danmerkur eftir áramótin 2017/2018. Ragnhildur hafði sjálf borið um þetta áfall og það sem fylgdi í sínum vitnisburði, sem sálfræðingurinn hlýddi ekki á. Sálfræðingurinn sagði það sitt faglega mat að Ragnhildur hefði verið undir miklu álagi vegna málsins, bæði hinna meintu brota og málaferla á hendur Jóhannesi. Ragnhildur kærði Jóhannes til lögreglu árið 2018. Málið var látið niður falla en var síðan tekið upp aftur árið 2020. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari, fyrir miðju, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/Vilhelm Lýsti meintum brotum fyrir sálfræðingnum Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, spurði sálfræðinginn hvort hún sæi einhver batamerki hjá Ragnhildi frá því hún leitaði til hennar í mars 2018 og til dagsins í dag. Svarið var á þá leið að Ragnhildur sýndi klár batamerki, kvíði hennar hefði minnkað og þær hafi átt góða samvinnu sem hafi snúist um að styrkja sjálfsmynd Ragnhildar. Sálfræðingurinn sagði þá að Ragnhildur hefði lýst meintum brotum Jóhannesar í smáatriðum meðan á meðferð stóð. Ragnhildur hefði mætt í tíma hjá Jóhannesi þann 3. janúar, vegna eymsla í baki. Hann hafi byrjað að nudda hana og spurt hana hvort hún þekkti til svokallaðs tantra-nudds, og spurt hvort hann mætti sýna henni það. Áður en Ragnhildur vissi af hefði Jóhannes síðan verið búinn að draga niður um hana nærbuxurnar. Hann hafi síðan sett fingur inn í leggöng hennar, og nuddað kynfæri hennar og brjóst. Á meðan hafi Ragnhildur legið frosin á nuddbekknum, með lokuð augun. Þá sagði sálfræðingurinn að í seinni tímanum, þann 5. janúar, tíma sem Jóhannes er einnig ákærður fyrir að hafa brotið á Ragnhildi í, hafi hann farið að nudda á henni rassinn. Hún hafi í kjölfarið frosið. Þá hafi hann aftur nuddað á henni kynfærin og stungið fingri inn í leggöng hennar. Ragnhildur hafði sjálf borið um að hún teldi að í fyrri tímanum 3. janúar hefði einhvers konar misskilningur átt sér stað. Eftir tímann hafi hún því gert Jóhannesi það ljóst að hún hefði leitað til hans vegna eymsla í baki, og hann hefði gefið henni vilyrði um að nuddið í næsta tíma myndi snúast um það. Sálfræðingurinn bar sérstaklega um það að Ragnhildur hefði sagt henni frá því að fyrir seinni tímann 5. janúar hefði hún ákveðið að fara í sérstaklega „ljótar nærbuxur,“ til þess að senda skilaboð um að hún væri ekki að falast eftir neinu kynferðislegu. Það hefði hún gert því hún hefði efast um sjálfa sig og áfellst fyrir að hafa mögulega gefið eitthvað til kynna í fyrri tímanum, sem sálfræðingurinn sagði algengt hjá þolendum kynferðisofbeldis. Spurði hvers vegna Ragnhildur hefði mætt í seinni tímann Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, spurði sálfræðinginn meðal annars út í menntun hennar og hvort hún væri sérhæfð á sínu sviði. Svarið var á þá leið að hún væri klínískur sálfræðingur, og að þeir væru almennt ekki með sérhæfingu. Þá spurði Steinbergur út í þá meðferð sem Ragnhildi var veitt við áfallastreitunni. Sálfræðingurinn sagðist hafa fengið handleiðslu frá öðrum, reyndari sálfræðingi, sem hefði leiðbeint sér um hvernig best væri að vinna úr áfallinu. Í kjölfarið hafi hafist meðferð sem hafi verið einhvers konar blanda af hugrænni atferlismeðferð, styrkingu sjálfsmyndar og kvíðameðferð. Bætti sálfræðingurinn því við að sníða þyrfti meðferð að hverjum skjólstæðingi fyrir sig. Eins spurði verjandinn nánar út í þær lýsingar sem Ragnhildur hafði gefið á meintum brotum Jóhannesar. Sálfræðingurinn sagði þá í annað sinn í sínum framburði frá því sem Ragnhildur hafði lýst fyrir henni. Aðspurð sagði hún Ragnhildi ekki hafa lýst því sem gerðist sem einhvers konar tantra-nuddi, heldur einhverju mjög óþægilegu og sagði Ragnhildi hafa lýst „hryllingi og ótta“ meðan á því stóð. Því næst spurði Steinbergur hvort þær hefðu rætt ástæður þess að Ragnhildur fór aftur til Jóhannesar 5. janúar. Sálfræðingurinn sagði að Ragnhildur hefði verið efins um upplifun sína eftir fyrri tímann. Hún hafi síðan hugsað að Jóhannes væri sérfræðingur í sínu fagi, og því gæti hann vitað meira en hún um hvernig best væri að meðhöndla verki hennar. Því hafi hún ákveðið að fara aftur, og talið sig nokkuð vissa að hún hefði látið í ljós að hún væri ekki á höttunum eftir neinu kynferðislegu. Eftir seinni tímann hafi hún hins vegar sannfærst um að það sem hefði átt sér stað væri ekki eðlilegt. Steinbergur Finnbogason er verjandi Jóhannesar.Vísir/Vilhelm Telur aðeins eitt geta skýrt einkennin Að lokum sagðist sálfræðingurinn telja að rekja mætti þau andlegu einkenni sem hún hafði lýst fyrir dómi til meintra brota Jóhannesar. Aðspurð hvort þau gætu stafað af einhverju öðru sagðist hún ekki telja að svo væri. Ragnhildur hefði sterkt bakland, sterka félagslega stöðu og væri vel menntuð, og ekkert í þeirra samtölum hefði bent til neins annars sem rekja mætti einkenni áfallastreitu til. Það væri því faglegt mat sálfræðingsins að þetta tiltekna áfall hefði valdið þeim einkennum sem lýst hafði verið, enda hefði Ragnhildur sjálf merkt miklar breytingar á sér eftir það. Fyrir dómi á fimmtudag þvertók Jóhannes fyrir að hafa snert brjóst eða kynfæri Ragnhildar með óviðeigandi hætti. Skýrslutaka yfir honum, sem fór fram með fjarfundabúnaði, tók þó stuttan tíma, þar sem hann kaus að tjá sig ekki frekar umfram það sem fram kom í lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Dóms í málinu er að vænta upp úr næstu mánaðamótum. Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55 Sótti brotaþola í nuddið: „Ég var ekki til staðar fyrir hana“ Vinkona ungrar konu sem segir Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson hafa brotið á sér í meðferðartíma á stofu hans segist hafa brugðist vinkonu sinni. Hún sótti hana í tímann en segist ekki hafa vitað hvernig ætti að bregðast við. Eftir á að hyggja hefði átt að tilkynna málið til lögreglu. 17. janúar 2022 15:00 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu. 13. janúar 2022 10:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjaness lauk á föstudag með málflutningi saksóknara og verjanda Jóhannesar. Fyrir það höfðu fjölmörg vitni komið fyrir dóminn og gefið skýrslu. Jóhannes hefur þegar verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og fékk sex ára dóm í Landsrétti. Jóhannes neitar sök í málinu en hann er ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Auk þess er honum gefið að sök að hafa beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Sýndi merki áfallastreitu Sálfræðingurinn, sem er íslensk kona en býr og starfar í Kaupmannahöfn, kom og bar vitni fyrir dóminum í gegnum fjarfundabúnað. Þar bar hún um Ragnhildur hefði leitað til sálfræðistofunnar sem hún starfrækir í Kaupmannahöfn, þar sem Ragnhildur bjó, í mars 2018. Ragnhildur hafi í upphafi meðferðar lýst óöryggi, lágu sjálfsmati og depurð. Þá hafi hún sýnt merki um félagskvíða, neikvæða líkamsímynd og óöryggi í samskiptum við karlmenn, auk þess sem hún hefði sýnt skýr merki áfallastreitu. Þegar liðið hafi á meðferðina hafi Ragnhildur síðan opnað sig um meint brot Jóhannesar. Að sögn sálfræðingsins hafi „púslin raðast saman“ í kjölfarið, og þær kafað saman í afleiðingar meintra brota. Þá hafi komið í ljós að Ragnhildur sýndi ýmis einkenni sem algeng væru hjá þolendum kynferðisbrota. Sálfræðingurinn bar um að Ragnhildur hefði sagt henni frá meintum brotum Jóhannesar í júlí 2018, þremur mánuðum áður en fjallað var um í fjölmiðlum að fjöldi kvenna hefðu stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot. Í kjölfar þess að fjölmiðlaumfjöllun um Jóhannes fór af stað hafi Ragnhildur upplifað sektarkennd yfir því að hafa ekki stigið fram á sínum tíma, greint frá upplifun sinni og kært Jóhannes. Ragnhildur hafði sjálf orð á samviskibiti vegna þessa í sínum vitnisburði. Námsefni í skólanum kveikjan að áfalli Sálfræðingurinn ræddi sérstaklega um andlegt áfall sem Ragnhildur hefði fengið haustið 2017. Hún hafi þá verið í skiptinámi við lagadeild Háskóla Íslands, frá Danmörku þar sem hún bjó og lærði að staðaldri. Í einum áfanga hafi lesefnið að miklu leyti verið dómar í kynferðisbrotamálum, sem hafi reynst Ragnhildi afar þungbært. Þar á meðal hafi verið dómur um nuddara sem hefði sett fingur inn í leggöng konu. Fyrir dómi kom fram að í kjölfarið hefði Ragnhildur upplifað mikla andlega lægð og þurft að fresta því að fara aftur til Danmerkur eftir áramótin 2017/2018. Ragnhildur hafði sjálf borið um þetta áfall og það sem fylgdi í sínum vitnisburði, sem sálfræðingurinn hlýddi ekki á. Sálfræðingurinn sagði það sitt faglega mat að Ragnhildur hefði verið undir miklu álagi vegna málsins, bæði hinna meintu brota og málaferla á hendur Jóhannesi. Ragnhildur kærði Jóhannes til lögreglu árið 2018. Málið var látið niður falla en var síðan tekið upp aftur árið 2020. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari, fyrir miðju, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/Vilhelm Lýsti meintum brotum fyrir sálfræðingnum Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, spurði sálfræðinginn hvort hún sæi einhver batamerki hjá Ragnhildi frá því hún leitaði til hennar í mars 2018 og til dagsins í dag. Svarið var á þá leið að Ragnhildur sýndi klár batamerki, kvíði hennar hefði minnkað og þær hafi átt góða samvinnu sem hafi snúist um að styrkja sjálfsmynd Ragnhildar. Sálfræðingurinn sagði þá að Ragnhildur hefði lýst meintum brotum Jóhannesar í smáatriðum meðan á meðferð stóð. Ragnhildur hefði mætt í tíma hjá Jóhannesi þann 3. janúar, vegna eymsla í baki. Hann hafi byrjað að nudda hana og spurt hana hvort hún þekkti til svokallaðs tantra-nudds, og spurt hvort hann mætti sýna henni það. Áður en Ragnhildur vissi af hefði Jóhannes síðan verið búinn að draga niður um hana nærbuxurnar. Hann hafi síðan sett fingur inn í leggöng hennar, og nuddað kynfæri hennar og brjóst. Á meðan hafi Ragnhildur legið frosin á nuddbekknum, með lokuð augun. Þá sagði sálfræðingurinn að í seinni tímanum, þann 5. janúar, tíma sem Jóhannes er einnig ákærður fyrir að hafa brotið á Ragnhildi í, hafi hann farið að nudda á henni rassinn. Hún hafi í kjölfarið frosið. Þá hafi hann aftur nuddað á henni kynfærin og stungið fingri inn í leggöng hennar. Ragnhildur hafði sjálf borið um að hún teldi að í fyrri tímanum 3. janúar hefði einhvers konar misskilningur átt sér stað. Eftir tímann hafi hún því gert Jóhannesi það ljóst að hún hefði leitað til hans vegna eymsla í baki, og hann hefði gefið henni vilyrði um að nuddið í næsta tíma myndi snúast um það. Sálfræðingurinn bar sérstaklega um það að Ragnhildur hefði sagt henni frá því að fyrir seinni tímann 5. janúar hefði hún ákveðið að fara í sérstaklega „ljótar nærbuxur,“ til þess að senda skilaboð um að hún væri ekki að falast eftir neinu kynferðislegu. Það hefði hún gert því hún hefði efast um sjálfa sig og áfellst fyrir að hafa mögulega gefið eitthvað til kynna í fyrri tímanum, sem sálfræðingurinn sagði algengt hjá þolendum kynferðisofbeldis. Spurði hvers vegna Ragnhildur hefði mætt í seinni tímann Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar, spurði sálfræðinginn meðal annars út í menntun hennar og hvort hún væri sérhæfð á sínu sviði. Svarið var á þá leið að hún væri klínískur sálfræðingur, og að þeir væru almennt ekki með sérhæfingu. Þá spurði Steinbergur út í þá meðferð sem Ragnhildi var veitt við áfallastreitunni. Sálfræðingurinn sagðist hafa fengið handleiðslu frá öðrum, reyndari sálfræðingi, sem hefði leiðbeint sér um hvernig best væri að vinna úr áfallinu. Í kjölfarið hafi hafist meðferð sem hafi verið einhvers konar blanda af hugrænni atferlismeðferð, styrkingu sjálfsmyndar og kvíðameðferð. Bætti sálfræðingurinn því við að sníða þyrfti meðferð að hverjum skjólstæðingi fyrir sig. Eins spurði verjandinn nánar út í þær lýsingar sem Ragnhildur hafði gefið á meintum brotum Jóhannesar. Sálfræðingurinn sagði þá í annað sinn í sínum framburði frá því sem Ragnhildur hafði lýst fyrir henni. Aðspurð sagði hún Ragnhildi ekki hafa lýst því sem gerðist sem einhvers konar tantra-nuddi, heldur einhverju mjög óþægilegu og sagði Ragnhildi hafa lýst „hryllingi og ótta“ meðan á því stóð. Því næst spurði Steinbergur hvort þær hefðu rætt ástæður þess að Ragnhildur fór aftur til Jóhannesar 5. janúar. Sálfræðingurinn sagði að Ragnhildur hefði verið efins um upplifun sína eftir fyrri tímann. Hún hafi síðan hugsað að Jóhannes væri sérfræðingur í sínu fagi, og því gæti hann vitað meira en hún um hvernig best væri að meðhöndla verki hennar. Því hafi hún ákveðið að fara aftur, og talið sig nokkuð vissa að hún hefði látið í ljós að hún væri ekki á höttunum eftir neinu kynferðislegu. Eftir seinni tímann hafi hún hins vegar sannfærst um að það sem hefði átt sér stað væri ekki eðlilegt. Steinbergur Finnbogason er verjandi Jóhannesar.Vísir/Vilhelm Telur aðeins eitt geta skýrt einkennin Að lokum sagðist sálfræðingurinn telja að rekja mætti þau andlegu einkenni sem hún hafði lýst fyrir dómi til meintra brota Jóhannesar. Aðspurð hvort þau gætu stafað af einhverju öðru sagðist hún ekki telja að svo væri. Ragnhildur hefði sterkt bakland, sterka félagslega stöðu og væri vel menntuð, og ekkert í þeirra samtölum hefði bent til neins annars sem rekja mætti einkenni áfallastreitu til. Það væri því faglegt mat sálfræðingsins að þetta tiltekna áfall hefði valdið þeim einkennum sem lýst hafði verið, enda hefði Ragnhildur sjálf merkt miklar breytingar á sér eftir það. Fyrir dómi á fimmtudag þvertók Jóhannes fyrir að hafa snert brjóst eða kynfæri Ragnhildar með óviðeigandi hætti. Skýrslutaka yfir honum, sem fór fram með fjarfundabúnaði, tók þó stuttan tíma, þar sem hann kaus að tjá sig ekki frekar umfram það sem fram kom í lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Dóms í málinu er að vænta upp úr næstu mánaðamótum.
Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55 Sótti brotaþola í nuddið: „Ég var ekki til staðar fyrir hana“ Vinkona ungrar konu sem segir Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson hafa brotið á sér í meðferðartíma á stofu hans segist hafa brugðist vinkonu sinni. Hún sótti hana í tímann en segist ekki hafa vitað hvernig ætti að bregðast við. Eftir á að hyggja hefði átt að tilkynna málið til lögreglu. 17. janúar 2022 15:00 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu. 13. janúar 2022 10:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01
Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55
Sótti brotaþola í nuddið: „Ég var ekki til staðar fyrir hana“ Vinkona ungrar konu sem segir Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson hafa brotið á sér í meðferðartíma á stofu hans segist hafa brugðist vinkonu sinni. Hún sótti hana í tímann en segist ekki hafa vitað hvernig ætti að bregðast við. Eftir á að hyggja hefði átt að tilkynna málið til lögreglu. 17. janúar 2022 15:00
Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03
Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu. 13. janúar 2022 10:25