Fótbolti

Hörður Ingi til Sogndal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Ingi Gunnarsson getur bæði spilað sem hægri og vinstri bakvörður.
Hörður Ingi Gunnarsson getur bæði spilað sem hægri og vinstri bakvörður. vísir/Hulda Margrét

Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sogndal frá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal.

Hörður Ingi, sem er 23 ára, lék 21 af 22 leikjum FH í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Hann er uppalinn hjá FH og gekk aftur til liðs við Fimleikafélagið 2020 eftir dvöl hjá Víkingi Ó., HK og ÍA.

Hörður Ingi lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Mexíkó í fyrra. Hann lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu, þar á meðal alla þrjá leiki þess á EM í fyrra.

Sogndal endaði í 6. sæti norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili. Þjálfari liðsins er Tore André Flo, fyrrverandi leikmaður Chelsea og norska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×