Tveir handteknir eftir að kennari var myrtur á Írlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 14:33 Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum um Ashling Murphy, sem var myrt í síðustu viku. Á myndinni má sjá nemendur hennar halda á mynd af henni við útför hennar í Tullamore. AP/Niall Carson Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Ashling Murphy, sem var myrt fyrir viku síðan þegar hún var úti að skokka í bænum Tullamor í Offaly sýslu á Írlandi. Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna. Írland Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira