Tveir handteknir eftir að kennari var myrtur á Írlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 14:33 Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum um Ashling Murphy, sem var myrt í síðustu viku. Á myndinni má sjá nemendur hennar halda á mynd af henni við útför hennar í Tullamore. AP/Niall Carson Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Ashling Murphy, sem var myrt fyrir viku síðan þegar hún var úti að skokka í bænum Tullamor í Offaly sýslu á Írlandi. Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna. Írland Erlend sakamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira