Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og við verðum í beinni frá Búdapest í Sportpakkanum.
Kona sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu illa lögreglan rannsakaði málið á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði málið fyrnt. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum og Íslandi í dag.
Einnig verður farið yfir kostnað við sýnatökur og við verðum í beinni með framkvæmdastjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um fyrirkomulagið. Þá verðum við einnig í beinni frá Alþingi þar sem Píratar hafa enn og aftur lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta.
Við lítum einnig á rándýra og umtalaða hönnunarstólinn úr Góða hirðinum sem var í dag gefinn til góðgerðarmála eftir yfirhalningu - og skoðum afar sérstaka pítsu með sviðakjamma sem verður í boði í Hveragerði á bóndadaginn.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.