Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:16 Elvar Ásgeirsson komst vel frá sínu í sínum fyrsta A-landsleik, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur. Getty/Sanjin Strukic Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu. „Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
„Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða