Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:16 Elvar Ásgeirsson komst vel frá sínu í sínum fyrsta A-landsleik, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur. Getty/Sanjin Strukic Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu. „Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23