Neitaði að taka við bolta frá áhorfendum á leik Íslands og Danmerkur Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Danir áttu litríka stuðningsmenn í MVM-höllinni í Búdapest í gærkvöld, rétt eins og Íslendingar, og misjafnt var hvort menn notuðu smitvarnagrímu eða ekki. Getty/Sanjin Strukic Danir óttast mjög að kórónuveirusmit fari að greinast í landsliðshópi þeirra á EM í handbolta. Engin smit voru í hópnum fyrir leikinn við Ísland sem var án sex leikmanna sem höfðu greinst með veiruna. Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða