Sóttvarnarhræsni á Twitter Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun