Bjarni Ben kominn heim og skýtur á Samfylkinguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 16:36 Bjarni Benediktsson er kominn til landsins og að líkindum endurnærður eftir gott frí. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er kominn til landsins eftir frí erlendis þar sem ráðherrann skellti sér meðal annars á skíði. Bjarni, sem var fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í morgun, greinir frá heimkomu sinni á Facebook. Töluverð gagnrýni hefur verið vegna fjarveru Bjarna og hafa sumir þingmenn gengið hart fram í málflutningi sínum. „Það er alltaf gott að koma heim. Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín. Það yljar manni að finna að fólki er ekki sama um mann,“ segir Bjarni. „Svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi átt mjög erfitt með þetta. Svo mjög að jafnvel þótt ég hafi uppsafnað frá byrjun árs 2020 aðeins verið erlendis í um 2 vikur leið þeim eins og ég væri fluttur af landinu,“ segir Bjarni. „Þetta verður fljótt að jafna sig trúi ég en er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingin dregur rangar ályktanir af staðreyndum.“ Bjarni er ekki eini ráðherrann sem hefur skellt sér í frí í á síðustu vikum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa einnig dvalið erlendis í fríi. Áslaug Arna er komin til landsins og var á fundinum í morgun en Ásmundur Einar og Guðlaugur Þór voru fjarverandi á fundinu. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. 18. janúar 2022 19:20 Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. 17. janúar 2022 18:21 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Bjarni, sem var fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í morgun, greinir frá heimkomu sinni á Facebook. Töluverð gagnrýni hefur verið vegna fjarveru Bjarna og hafa sumir þingmenn gengið hart fram í málflutningi sínum. „Það er alltaf gott að koma heim. Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín. Það yljar manni að finna að fólki er ekki sama um mann,“ segir Bjarni. „Svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi átt mjög erfitt með þetta. Svo mjög að jafnvel þótt ég hafi uppsafnað frá byrjun árs 2020 aðeins verið erlendis í um 2 vikur leið þeim eins og ég væri fluttur af landinu,“ segir Bjarni. „Þetta verður fljótt að jafna sig trúi ég en er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingin dregur rangar ályktanir af staðreyndum.“ Bjarni er ekki eini ráðherrann sem hefur skellt sér í frí í á síðustu vikum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa einnig dvalið erlendis í fríi. Áslaug Arna er komin til landsins og var á fundinum í morgun en Ásmundur Einar og Guðlaugur Þór voru fjarverandi á fundinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. 18. janúar 2022 19:20 Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. 17. janúar 2022 18:21 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. 18. janúar 2022 19:20
Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03
„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01
Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. 17. janúar 2022 18:21
Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25