Færeyskur Íslandsvinur útskýrir hvað við þurfum að gera Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 22:02 Magnus Høgenni þekkja margir Íslendingar á Twitter. Hann býr í Færeyjum, þar sem verið var að tilkynna afléttingu allra takmarkana. Aðsend mynd Hvergi í heiminum smitast eins margir af kórónuveirunni daglega og í Færeyjum, en enginn er á sjúkrahúsi. Þess vegna ætla stjórnvöld þar í landi að aflétta öllum samkomutakmörkunum í næsta mánuði - það var ekkert annað í stöðunni, segir færeyskur Íslandsvinur. Kvöldfréttir á Kringvarpinu í gær hófust svo: „Við hefjum fréttatímann aftur í kvöld á kórónuveirunni, en með öðruvísi vinkli. Við erum nefnilega á leið aftur inn í venjulegt hversdagslíf. Sá var boðskapurinn þegar lögmaðurinn boðaði í morgun til mögulega síðasta upplýsingafundarins vegna veirunnar.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld hófust á samtali við Magnus Høgenni, Færeying sem er í góðum tengslum við Íslendinga í gegnum samfélagsmiðla, og hefur jafnframt fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda heima fyrir: Eins og 5.000 dagleg tilfelli á Íslandi Á ofangreindum tíðindafundi lýsti Bárður lögmaður því sigri hrósandi að enginn væri á sjúkrahúsi, og það þrátt fyrir að allar smittölur væru í hæstu hæðum. Það hafa um 700 verið að greinast daglega í Færeyjum undanfarið, sem er sambærilegt því að hér á Íslandi myndu um 5.000 greinast. Og á heimslistum eru Færeyingar, sem hingað til hafa sloppið mjög vel við veiruna, langsamlega verst leiknir af faraldrinum núna. Eða ætti maður að segja best Stjórnmálamennirnir lofa því nú að í ljósi engra innlagna verði öllum takmörkunum aflétt í markvissum skrefum, allt fram til 28. febrúar, þegar takmarkanir eiga að heyra sögunni til. Við slógum á þráðinn til Magnúsar færeyska, sem var að koma af sýnatökuvakt þegar við ræddum við hann. „Allar aðgerðir eru auðvitað pólitískar þegar allt kemur til alls, en þegar maður sér tölurnar, hve álagið er lítið á sjúkrahúsinu og hversu íþyngjandi það er fyrir samfélagið að vera með alla í sóttkví, þá er þetta einfaldlega það eina sem þau gátu gert, þannig að þetta er að því leyti skiljanlegt,“ segir Magnús. Skilar kveðju til Íslands Hvað getum við Íslendingar lært af frændum okkar í Færeyjum, hvernig komumst við á sama stað og þeir? „Það fyrsta sem ég myndi mæla með væri að drífa sig bara í bólusetningu. Fá sér þriðju sprautuna um leið og þú getur. Næsta er síðan bara að aflétta hægt og rólega í takt við það sem heilbrigðiskerfið þolir,“ segir Magnús. Með þessari mikilvægu ráðgjöf lætur Magnús fylgja kæra kveðju til íslenskra vina sinna af Twitter, þar sem hann hefur sannarlega slegið í gegn. Eins og hann segir, þeir eru bergteknir af tungumáli hans. hví eru íslendingar so bergtiknir av bernaisesós— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 „Mér líður smá eins og fugli í heimildarmynd eftir David Attenborough. Ég geri bara það sem ég geri dagsdaglega, lifi bara mínu lífi og tala færeysku, en greinilega eru Íslendingar bara svo hrifnir af okkur Færeyingum. Munurinn á málinu, menningunni, hve lík við erum en samt ekki það lík,“ segir Magnús, sem hefur til dæmis furðað sig á að Íslendingar „vinni“ í Bónus í stað þess að „arbeiða“ þar. Samband þjóðanna er að hans sögn smá eins og „The Uncanny Valley“ - annarlegt millistig þar sem líkindin eru veruleg en ekki alger. „Þetta myndar svona ákveðna spennu og það koma út úr þessu alls konar brandarar,“ segir Magnús og hér kemur hann með dæmi á færeysku: „Øll kenna, tú veist, sefuru undir dýnunni, omana sænginni, kannski á kamri? með berum starfsfólki. Tú veist, pepperoni og svampar.“ Pepperóní og sveppir, sem sagt. 💅💅 https://t.co/PjYNEkiM5D— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 eg skilji hettar ikki heilt, men út frá svørunum gangi eg út frá at tað kanska er eitt gott ting https://t.co/ycXvMPZga8— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) December 13, 2021 húsavík / húsavík pic.twitter.com/xJD3MEHf7d— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 3, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Kvöldfréttir á Kringvarpinu í gær hófust svo: „Við hefjum fréttatímann aftur í kvöld á kórónuveirunni, en með öðruvísi vinkli. Við erum nefnilega á leið aftur inn í venjulegt hversdagslíf. Sá var boðskapurinn þegar lögmaðurinn boðaði í morgun til mögulega síðasta upplýsingafundarins vegna veirunnar.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld hófust á samtali við Magnus Høgenni, Færeying sem er í góðum tengslum við Íslendinga í gegnum samfélagsmiðla, og hefur jafnframt fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda heima fyrir: Eins og 5.000 dagleg tilfelli á Íslandi Á ofangreindum tíðindafundi lýsti Bárður lögmaður því sigri hrósandi að enginn væri á sjúkrahúsi, og það þrátt fyrir að allar smittölur væru í hæstu hæðum. Það hafa um 700 verið að greinast daglega í Færeyjum undanfarið, sem er sambærilegt því að hér á Íslandi myndu um 5.000 greinast. Og á heimslistum eru Færeyingar, sem hingað til hafa sloppið mjög vel við veiruna, langsamlega verst leiknir af faraldrinum núna. Eða ætti maður að segja best Stjórnmálamennirnir lofa því nú að í ljósi engra innlagna verði öllum takmörkunum aflétt í markvissum skrefum, allt fram til 28. febrúar, þegar takmarkanir eiga að heyra sögunni til. Við slógum á þráðinn til Magnúsar færeyska, sem var að koma af sýnatökuvakt þegar við ræddum við hann. „Allar aðgerðir eru auðvitað pólitískar þegar allt kemur til alls, en þegar maður sér tölurnar, hve álagið er lítið á sjúkrahúsinu og hversu íþyngjandi það er fyrir samfélagið að vera með alla í sóttkví, þá er þetta einfaldlega það eina sem þau gátu gert, þannig að þetta er að því leyti skiljanlegt,“ segir Magnús. Skilar kveðju til Íslands Hvað getum við Íslendingar lært af frændum okkar í Færeyjum, hvernig komumst við á sama stað og þeir? „Það fyrsta sem ég myndi mæla með væri að drífa sig bara í bólusetningu. Fá sér þriðju sprautuna um leið og þú getur. Næsta er síðan bara að aflétta hægt og rólega í takt við það sem heilbrigðiskerfið þolir,“ segir Magnús. Með þessari mikilvægu ráðgjöf lætur Magnús fylgja kæra kveðju til íslenskra vina sinna af Twitter, þar sem hann hefur sannarlega slegið í gegn. Eins og hann segir, þeir eru bergteknir af tungumáli hans. hví eru íslendingar so bergtiknir av bernaisesós— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 „Mér líður smá eins og fugli í heimildarmynd eftir David Attenborough. Ég geri bara það sem ég geri dagsdaglega, lifi bara mínu lífi og tala færeysku, en greinilega eru Íslendingar bara svo hrifnir af okkur Færeyingum. Munurinn á málinu, menningunni, hve lík við erum en samt ekki það lík,“ segir Magnús, sem hefur til dæmis furðað sig á að Íslendingar „vinni“ í Bónus í stað þess að „arbeiða“ þar. Samband þjóðanna er að hans sögn smá eins og „The Uncanny Valley“ - annarlegt millistig þar sem líkindin eru veruleg en ekki alger. „Þetta myndar svona ákveðna spennu og það koma út úr þessu alls konar brandarar,“ segir Magnús og hér kemur hann með dæmi á færeysku: „Øll kenna, tú veist, sefuru undir dýnunni, omana sænginni, kannski á kamri? með berum starfsfólki. Tú veist, pepperoni og svampar.“ Pepperóní og sveppir, sem sagt. 💅💅 https://t.co/PjYNEkiM5D— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 eg skilji hettar ikki heilt, men út frá svørunum gangi eg út frá at tað kanska er eitt gott ting https://t.co/ycXvMPZga8— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) December 13, 2021 húsavík / húsavík pic.twitter.com/xJD3MEHf7d— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 3, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01