Elliði: Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 18:48 Elliði Snær Viðarsson átti stóran þátt í því að halda Nikola Karabatic niðri í kvöld. Getty/Sanjin Strukic „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. Ísland vann átta marka sigur, 29-21, þrátt fyrir að vera án átta leikmanna vegna kórónuveirusmita, og steig ekki feilspor allan leikinn. „Ég get ekki lýst þessu. Þetta er skemmtilegasti leikur og líklega einn af betri leikjum sem Ísland hefur spilað í nokkur ár,“ sagði Elliði sem fór gjörsamlega á kostum í vörn Íslands og skoraði auk þess fjögur mörk. Klippa: Elliði eftir sigurinn ævintýralega á Frökkum Elliði lét sig ekki muna um það heldur að láta Nikola Karabatic, hugsanlega besta handboltamann allra tíma, heyra það og á endanum skoraði Karabatic aðeins eitt mark úr sex skotum. „Ég hef látið hann heyra það nokkrum sinnum í gegnum sjónvarpið í gegnum árin, fyrir dýfur og eitthvað. Pabbi líka og þetta var fyrir hann,“ sagði Elliði hress í bragði. Elliði Snær Viðarsson var hæstánægður með stuðninginn í Búdapest.Getty/Sanjin Strukic Ísland á nú möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu en til þess þarf liðið að gera vel gegn Króatíu á mánudaginn og Svartfjallalandi á miðvikudaginn. „Við ætluðum að ná langt á þessu móti og vissum að ef við myndum ekki vinna þennan leik þá væri draumurinn um undanúrslitn úti. Það var því alltaf stefnan að ná að klára þennan leik. Við vorum klárir í þetta,“ sagði Elliði. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland vann átta marka sigur, 29-21, þrátt fyrir að vera án átta leikmanna vegna kórónuveirusmita, og steig ekki feilspor allan leikinn. „Ég get ekki lýst þessu. Þetta er skemmtilegasti leikur og líklega einn af betri leikjum sem Ísland hefur spilað í nokkur ár,“ sagði Elliði sem fór gjörsamlega á kostum í vörn Íslands og skoraði auk þess fjögur mörk. Klippa: Elliði eftir sigurinn ævintýralega á Frökkum Elliði lét sig ekki muna um það heldur að láta Nikola Karabatic, hugsanlega besta handboltamann allra tíma, heyra það og á endanum skoraði Karabatic aðeins eitt mark úr sex skotum. „Ég hef látið hann heyra það nokkrum sinnum í gegnum sjónvarpið í gegnum árin, fyrir dýfur og eitthvað. Pabbi líka og þetta var fyrir hann,“ sagði Elliði hress í bragði. Elliði Snær Viðarsson var hæstánægður með stuðninginn í Búdapest.Getty/Sanjin Strukic Ísland á nú möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu en til þess þarf liðið að gera vel gegn Króatíu á mánudaginn og Svartfjallalandi á miðvikudaginn. „Við ætluðum að ná langt á þessu móti og vissum að ef við myndum ekki vinna þennan leik þá væri draumurinn um undanúrslitn úti. Það var því alltaf stefnan að ná að klára þennan leik. Við vorum klárir í þetta,“ sagði Elliði.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira