Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2022 20:35 Sophie Mortimer vann að einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess. Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent