Innlent

Náðu toppi Acon­cagua

Árni Sæberg skrifar
Arnar Hauksson og Sebastian Garcia áður en þeir náðu toppi Aconcagua.
Arnar Hauksson og Sebastian Garcia áður en þeir náðu toppi Aconcagua. Aðsend

Arnar Hauksson fjallamaður og Sebastian Garcia leiðsögumaður hans náðu toppi Aconcagua nú rétt upp úr klukkan sex. Fjallið er hæsta fjall heims utan Asíu.

Félagarnir hófu atlögu að toppi fjallsins í gærmorgun en þriðji maður leiðangursins, Tolli Morthens, þurfti frá að hverfa vegna háfjallaveiki áður en lokakaflinn var genginn. Hann fylgdist því stoltur með úr grunnbúðum þegar félagar hans náðu toppnum.

Í síðustu viku þurfti gönguhópurinn frá að hverfa vegna veðurs og hafði beðið færis í grunnbúðum þangað til í gær. Í gærmorgun opnaðist gluggi í veðurspá á fjallinu og því fóru þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia af stað. Sá gluggi reyndist nægilega stór til að ná þeim merka áfanga að klífa fjallið.

Leiðangurinn var farinn til að vekja athygli á starfsemi Batahúss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið safna áheitum fyrir starfsemina.

Batahús er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Þeir Tolli og Arnar eru báðir í stjórn Batahúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×