Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 23:30 Söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tók lagið fyrir mótmælendur. Stöð 2/Bjarni Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira