Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig gefið það út að allir starfsmenn sem sinna störfum sem ekki teljast nauðsynleg megi einnig yfirgefa svæðið en ótti um rússneska innrás fer nú vaxandi í Úkraínu dag frá hverju, þrátt fyrir ítrekaðar neitanir frá Rússum.
Um 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú við landamærin að Úkraínu og þá stendur til að þeir haldi stóra flotaæfingu undan ströndum Úkraínu einnig.
Utanríkisráðuneytið hefur sömuleiðis ráðið fólki frá ferðalögum til Úkraínu og Rússlands vegna ástandsins og segir möguleika á því að bandarískir ríkisborgarar verði fyrir aðkasti í landinu. Bandarísk yfirvöld verði ekki í aðstöðu til þess að aðstoða ríkisborgara sína við að komast frá Úkraínu í jafn miklu óvissuástandi.