Innlent

Sjúk­lingum á Land­spítala með Co­vid-19 fjölgar milli daga

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórir eru nú á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
Fjórir eru nú á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Vísir/Vilhelm

38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Staðan í gær var þannig að 35 sjúklingar voru á Landspítala með Covid-19. Fjórir voru á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél.

Á vef Landspítalans segir að meðalaldur innlagðra sé 64 ár. Af þeim 38 sem nú eru inniliggjandi eru þrettán óbólusettir og 25 hafa verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni.

9.089 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.288 börn. 9.117 sjúklingar voru í Covid-göngudeild spítalans í gær, þar af 3.275 börn.

185 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun, samanborið við tvö hundruð í gær.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 363 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×