Newcastle bjartsýnt á að fá Lingard, Dele eða Ramsey fyrir gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 22:31 Newcastle vill aðeins leikmenn sem kunna að klappa. EPA Images Það gengur frekar brösuglega hjá Newcastle United að nýta nýtilkomið ríkidæmi sitt en Eddie Howe stefnir á að fá inn fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Meðal nafna sem eru orðuð við félagið eru Jesse Lingard, Dele Alli og Aaron Ramsey. Í frétt The Telegraph um leikmannamál Newcastle kemur fram að liðið sé á höttunum á eftir allt upp að fimm leikmönnum til viðbótar við þá Kieran Trippier og Chris Woods. Newcastle er sem stendur statt í heimalandi eiganda félagsins, Sádi-Arabíu, til að æfa í betra veðri en gengur og gerist í Norður-Englandi. Þó Manchester United eigi enn eftir að samþykkja tilboð Newcastle í Lingard virðist sem líkurnar séu meiri en minni að þau félagaskipti fari í gegn. The club are pushing to sign as many as five players in a hectic final week of the January transfer window | @LukeEdwardsTele— Telegraph Football (@TeleFootball) January 24, 2022 Lingard sjálfur er staddur í Dúbaí þar sem hann er nú við æfingar. Hann bíður svars frá forráðamönnum Man Utd varðandi möguleg félagaskipti. Þó leikmaðurinn verði samningslaus í sumar er ekki talið að Newcastle muni kaupa hann, þess í stað mun félagið fá hann á láni. Newcastle myndi þá borga Man Utd fimm til sex milljónir punda sem og öll laun leikmannsins en þau eru í kringum 80 þúsund pund á viku. Þá er Howe, þjálfari liðsins, einnig að íhuga að reyna fá Dele Alli á láni frá Tottenam Hotspur sem og Aaron Ramsey, leikmann Juventus, til að fríska upp á miðju liðsins. Til að þétta raðirnar aftast er verið að tala við Sevilla varðandi brasilíska miðvörðinn Diego Carlos. Enski miðvörðurinn James Tarkowski er einnig á óskalista Newcastle en talið er nær ómögulegt að Burnley muni selja Newcastle annan lykilmann en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu þegar tímabilið á Englandi er rúmlega hálfnað. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Í frétt The Telegraph um leikmannamál Newcastle kemur fram að liðið sé á höttunum á eftir allt upp að fimm leikmönnum til viðbótar við þá Kieran Trippier og Chris Woods. Newcastle er sem stendur statt í heimalandi eiganda félagsins, Sádi-Arabíu, til að æfa í betra veðri en gengur og gerist í Norður-Englandi. Þó Manchester United eigi enn eftir að samþykkja tilboð Newcastle í Lingard virðist sem líkurnar séu meiri en minni að þau félagaskipti fari í gegn. The club are pushing to sign as many as five players in a hectic final week of the January transfer window | @LukeEdwardsTele— Telegraph Football (@TeleFootball) January 24, 2022 Lingard sjálfur er staddur í Dúbaí þar sem hann er nú við æfingar. Hann bíður svars frá forráðamönnum Man Utd varðandi möguleg félagaskipti. Þó leikmaðurinn verði samningslaus í sumar er ekki talið að Newcastle muni kaupa hann, þess í stað mun félagið fá hann á láni. Newcastle myndi þá borga Man Utd fimm til sex milljónir punda sem og öll laun leikmannsins en þau eru í kringum 80 þúsund pund á viku. Þá er Howe, þjálfari liðsins, einnig að íhuga að reyna fá Dele Alli á láni frá Tottenam Hotspur sem og Aaron Ramsey, leikmann Juventus, til að fríska upp á miðju liðsins. Til að þétta raðirnar aftast er verið að tala við Sevilla varðandi brasilíska miðvörðinn Diego Carlos. Enski miðvörðurinn James Tarkowski er einnig á óskalista Newcastle en talið er nær ómögulegt að Burnley muni selja Newcastle annan lykilmann en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu þegar tímabilið á Englandi er rúmlega hálfnað.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira