Hetjuleg barátta Kómoreyja dugði ekki til: Kamerún og Gambía í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 21:40 Úr leik Kamerún og Kómoreyja í kvöld. Twitter/CAF_Online Tvær þjóðir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Gambía vann 1-0 sigur á Gíneu á meðan Kamerún vann Kómoreyjar 2-1 í leik þar sem tapliðið neyddist til að spila með útileikmann í marki. Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46