Erlent

Ó­gilti grímu­skyldu sem ríkis­stjóri hafði sett upp á sitt ein­dæmi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Dómari mat það svo að ríkisstjóri gæti ekki gefið út slíkar tilskipanir.
Dómari mat það svo að ríkisstjóri gæti ekki gefið út slíkar tilskipanir. EPA

Dómari í New York ríki ógilti í gærkvöldi grímuskyldu sem ríkistjórinn hafði sett upp á sitt eindæmi og gilti víða um ríkið.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að lagasetning sem ríkisþing New York setti í fyrra kæmi í veg fyrir að ríkistjórinn gæti gefið út svo viðtækar tilskipanir þrátt fyrir neyðarástand.

Ríkistjórinn Kathy Hochul, sem er Demókrati, hefur lýst sig ósammála dómnum og hefur heitið því að áfrýja, þrátt fyrir að grímuskyldan eigi að detta upp fyrir í næstu viku í ríkinu.

Niðurstaða dómarans í New York er enn eitt áfallið fyrir þá sem sett hafa víðtækar takmarkanir eða reglur í faraldri kórónuveirunnar. 

Þannig komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu á dögunum að Joe Biden forseta væri óheimilt að leggja reglur á stórfyrirtæki sem skyldi starfmenn í bólusetningu eða regluleg próf fyrir kórónuveirunni.

Og dómari í Texas komst einnig að þeirri niðurstöðu að alríkisyfirvöld gætu ekki skyldað alla ríkisstarfsmenn í bólusetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×