Þingmaðurinn þinn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2022 09:30 Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun