Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. janúar 2022 07:01 Tómas Möller formaður Festu hvetur til þess að fyrirtæki búi sig undir breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbærni. Ný tilskipun ESB mun breyta reglunum þannig að um fimmtíu þúsund fyrirtæki innan ESB munu þurfa að skila árlegum upplýsingum um sjálfbærni, í samanburði við um ellefu þúsund fyrirtæki áður. Vísir/Vilhelm „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. Ný tilskipun ESB boðar nýjar reglur og áherslur sem Tómas segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki búi sig undir þar sem þær verða hluti af EES-samningnum. Breytingarnar fela meðal annars í sér að reglurnar munu ná til um fimmfalt fleiri fyrirtækja en áður, eða til um fimmtíu þúsund fyrirtæki innan ESB. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í rekstri og fjárfestingum. Breytingarnar eru meðal dagskrárliða sem ræddar verða í pallborðsumræðu Janúarráðstefnu Festu, en hún verður haldin sem rafrænn viðburður á morgun, fimmtudaginn 27. janúar frá klukkan 9-12. Fyrrgreind tilskipun um sjálfbærni upplýsingar fyrirtækja hefur reyndar ekki verið samþykkt innan ESB enn sem komið er. Tómas segir hins vegar ekkert benda til annars en að svo verði og að ráðgert sé að hún gildi fyrir fjárhagsárið 2023. Hún verði svo innleidd á Íslandi í samræmi við EES-samninginn. „Þessi tilskipun er mikilvægt púsl í áætlun ESB um að byggja upp heilstætt regluverk sem eykur áherslu á sjálfbærni í rekstri fyrirtækja og gerir margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem útgefenda hlutabréfa og skuldabréfa, til aðila á fjármála markaði eins og banka, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og sjóðastýringarfyrirtækja sem og til forms og efnis fjármálaráðgjafar,“ segir Tómas og bætir við: „Þessi áætlun er nátengd Green Deal ESB sem er umfangsmikil aðgerðaráætlun sem lýtur að því að leggja stóraukna áherslu á hverskyns sjálfbærni í rekstri fyrirtækja við framleiðslu vöru og þjónustu.“ Á Janúarráðstefnu Festu mun Tómas stýra fyrrgreindum pallborðsumræðum um lagabreytinguna og þau áhrif sem hún mun hafa á íslensk fyrirtæki. Í pallborði um þessi mál verða gestirnir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á sviði sjálfbærni hjá LEX. Tómas segir mikilvægt fyrir opinbera aðila hér á landi að fylgjast vel með þróuninni til að innleiðing nýrra reglna verði sem skilvirkust. Það sama eigi við um fyrirtæki og fjárfesta sem þurfa að búa sig undir að mæta þeim áskorununum og virkja þau tækifæri sem lagabreytingin mun fela í sér. En einnig til að virkja sín eigin tækifæri. Aukin upplýsingagjöf mun auka á traust til fyrirtækjanna. Hún getur einnig stutt við ný viðskiptatækifæri og vöruþróun sem og ímynd og starf fyrirtækja almennt. Þá felur upplýsingagjöfin í sér mikilvæga áhættugreiningu, sem ætti að geta hjálpað til við fjármögnun vel rekinna fyrirtækja hvort sem er í formi hlutafjár eða lánsfjár og þá væntanlega á betri kjörum en ella,“ segir Tómas sem dæmi um það hvernig fyrirtæki geta horft á tilskipunina sem jákvæða þróun, frekar en íþyngjandi regluverk. Til viðbótar nefnir Tómas að nýjar kynslóðir neytenda eru nú þegar að gera aðrar og meiri kröfur en áður hafa gilt til sjálfbærar framleiðslu. Að auka á upplýsingagjöf um sjálfbærni er því mikilvægt veganesti til frekari vaxtar með framtíðarneytendum. Tómas hvetur stjórnendur til að horfa á breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbærni sem leið til að auka traust og jákvæða ímynd sína, skapa sér ný tækifæri og auðvelda aðgang sinn að fjármagni. Aukin upplýsingagjöf um sjálfbærni höfðar einnig til nýrra kynslóða neytenda sem gera öðruvísi kröfur nú en áður.Vísir/Vilhelm Tómas segir regluverk ESB varðandi ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar vera nátengd markmiðum Parísarsáttmálans og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Þessar reglur varða einnig samkeppnisumhverfi fyrirtækja og fjárfesta og eru liður í yfirgripsmikilli áætlun ESB um að efla hagkerfi sambandsins byggt á sjálfbærum forsendum. Regluverk ESB á þessu sviði fellur að meginstefnu til undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.“ Til að gefa smá mynd af því, hvernig breytingarnar munu hafa áhrif á þau fimmtíu þúsund fyrirtæki sem senn munu þurfa að skila inn sjálfbærniupplýsingum samkvæmt nýjum reglum, má nefna eftirfarandi fimm liði. 1. Nýjar reglur ná til fleiri fyrirtækja Gildandi tilskipun nær aðeins til stórra fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Ný tilskipun mun hins vegar ná til lítilla og meðalstórra fyrirtækja eða um fimmtíu þúsund fyrirtækja innan ESB. Við það bætist svo hópur fyrirtækja innan EES-EFTA ríkjanna, það er Íslands, Noregs og Liechtenstein. 2. ESB mun setja ítarlega staðla um efni og inntak sjálfbærrar upplýsingagjafar EFRAG, The European Financial Reporting Advisoy Group, mun þróa og birta ítarlegar reglur í formi staðla, um efni og inntak sjálfbærniupplýsinga. Fyrir íslensk fyrirtæki sem nú þegar byggja sjálfbærniskýrslur sínar á GRI og svipuðum viðmiðunum, ætti að vera nokkuð aðgengilegt að aðlaga sig að nýjum stöðlum. 3. Krafa um könnun / endurskoðun sjálfbærniupplýsinga Sérfræðingar, svo sem endurskoðendur, munu þurfa að taka út og rýna í áreiðanleika sjálfbærni upplýsingagjafarinnar. Markmið þessara breytinga er að tryggja sem best áreiðanleika upplýsinganna. 4. Birta skal sjálfbærniupplýsingar á tölvutæku formi Markmiðið er að lækka kostnað fyrirtækja við skýrslugjöf og auðvelda fjárfestum og öðrum haghöfum að hagnýta sér upplýsingarnar. 5. Framsetning upplýsinga í skýrslu stjórnenda Upplýsingagjöfin á að verða hluti af skýrslu stjórnenda í ársreikningum fyrirtækja. Þetta þýðir að sjálfbærni upplýsingarnar verða ekki lengur birtar í sérstakri skýrslu eins og nú er algengt. Markmiðið með þessum breytingum er meðal annars að virkja enn frekar hlutverk eftirlitsaðila. Janúarráðstefna Festu er stærsti sjálfbærni vettvangur íslensks atvinnulífs. Janúarráðstefnan er öllum opin en dagskrá ráðstefnunnar má sjá HÉR. Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9. júní 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ 11. maí 2020 11:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Ný tilskipun ESB boðar nýjar reglur og áherslur sem Tómas segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki búi sig undir þar sem þær verða hluti af EES-samningnum. Breytingarnar fela meðal annars í sér að reglurnar munu ná til um fimmfalt fleiri fyrirtækja en áður, eða til um fimmtíu þúsund fyrirtæki innan ESB. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í rekstri og fjárfestingum. Breytingarnar eru meðal dagskrárliða sem ræddar verða í pallborðsumræðu Janúarráðstefnu Festu, en hún verður haldin sem rafrænn viðburður á morgun, fimmtudaginn 27. janúar frá klukkan 9-12. Fyrrgreind tilskipun um sjálfbærni upplýsingar fyrirtækja hefur reyndar ekki verið samþykkt innan ESB enn sem komið er. Tómas segir hins vegar ekkert benda til annars en að svo verði og að ráðgert sé að hún gildi fyrir fjárhagsárið 2023. Hún verði svo innleidd á Íslandi í samræmi við EES-samninginn. „Þessi tilskipun er mikilvægt púsl í áætlun ESB um að byggja upp heilstætt regluverk sem eykur áherslu á sjálfbærni í rekstri fyrirtækja og gerir margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem útgefenda hlutabréfa og skuldabréfa, til aðila á fjármála markaði eins og banka, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og sjóðastýringarfyrirtækja sem og til forms og efnis fjármálaráðgjafar,“ segir Tómas og bætir við: „Þessi áætlun er nátengd Green Deal ESB sem er umfangsmikil aðgerðaráætlun sem lýtur að því að leggja stóraukna áherslu á hverskyns sjálfbærni í rekstri fyrirtækja við framleiðslu vöru og þjónustu.“ Á Janúarráðstefnu Festu mun Tómas stýra fyrrgreindum pallborðsumræðum um lagabreytinguna og þau áhrif sem hún mun hafa á íslensk fyrirtæki. Í pallborði um þessi mál verða gestirnir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á sviði sjálfbærni hjá LEX. Tómas segir mikilvægt fyrir opinbera aðila hér á landi að fylgjast vel með þróuninni til að innleiðing nýrra reglna verði sem skilvirkust. Það sama eigi við um fyrirtæki og fjárfesta sem þurfa að búa sig undir að mæta þeim áskorununum og virkja þau tækifæri sem lagabreytingin mun fela í sér. En einnig til að virkja sín eigin tækifæri. Aukin upplýsingagjöf mun auka á traust til fyrirtækjanna. Hún getur einnig stutt við ný viðskiptatækifæri og vöruþróun sem og ímynd og starf fyrirtækja almennt. Þá felur upplýsingagjöfin í sér mikilvæga áhættugreiningu, sem ætti að geta hjálpað til við fjármögnun vel rekinna fyrirtækja hvort sem er í formi hlutafjár eða lánsfjár og þá væntanlega á betri kjörum en ella,“ segir Tómas sem dæmi um það hvernig fyrirtæki geta horft á tilskipunina sem jákvæða þróun, frekar en íþyngjandi regluverk. Til viðbótar nefnir Tómas að nýjar kynslóðir neytenda eru nú þegar að gera aðrar og meiri kröfur en áður hafa gilt til sjálfbærar framleiðslu. Að auka á upplýsingagjöf um sjálfbærni er því mikilvægt veganesti til frekari vaxtar með framtíðarneytendum. Tómas hvetur stjórnendur til að horfa á breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbærni sem leið til að auka traust og jákvæða ímynd sína, skapa sér ný tækifæri og auðvelda aðgang sinn að fjármagni. Aukin upplýsingagjöf um sjálfbærni höfðar einnig til nýrra kynslóða neytenda sem gera öðruvísi kröfur nú en áður.Vísir/Vilhelm Tómas segir regluverk ESB varðandi ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar vera nátengd markmiðum Parísarsáttmálans og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Þessar reglur varða einnig samkeppnisumhverfi fyrirtækja og fjárfesta og eru liður í yfirgripsmikilli áætlun ESB um að efla hagkerfi sambandsins byggt á sjálfbærum forsendum. Regluverk ESB á þessu sviði fellur að meginstefnu til undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.“ Til að gefa smá mynd af því, hvernig breytingarnar munu hafa áhrif á þau fimmtíu þúsund fyrirtæki sem senn munu þurfa að skila inn sjálfbærniupplýsingum samkvæmt nýjum reglum, má nefna eftirfarandi fimm liði. 1. Nýjar reglur ná til fleiri fyrirtækja Gildandi tilskipun nær aðeins til stórra fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Ný tilskipun mun hins vegar ná til lítilla og meðalstórra fyrirtækja eða um fimmtíu þúsund fyrirtækja innan ESB. Við það bætist svo hópur fyrirtækja innan EES-EFTA ríkjanna, það er Íslands, Noregs og Liechtenstein. 2. ESB mun setja ítarlega staðla um efni og inntak sjálfbærrar upplýsingagjafar EFRAG, The European Financial Reporting Advisoy Group, mun þróa og birta ítarlegar reglur í formi staðla, um efni og inntak sjálfbærniupplýsinga. Fyrir íslensk fyrirtæki sem nú þegar byggja sjálfbærniskýrslur sínar á GRI og svipuðum viðmiðunum, ætti að vera nokkuð aðgengilegt að aðlaga sig að nýjum stöðlum. 3. Krafa um könnun / endurskoðun sjálfbærniupplýsinga Sérfræðingar, svo sem endurskoðendur, munu þurfa að taka út og rýna í áreiðanleika sjálfbærni upplýsingagjafarinnar. Markmið þessara breytinga er að tryggja sem best áreiðanleika upplýsinganna. 4. Birta skal sjálfbærniupplýsingar á tölvutæku formi Markmiðið er að lækka kostnað fyrirtækja við skýrslugjöf og auðvelda fjárfestum og öðrum haghöfum að hagnýta sér upplýsingarnar. 5. Framsetning upplýsinga í skýrslu stjórnenda Upplýsingagjöfin á að verða hluti af skýrslu stjórnenda í ársreikningum fyrirtækja. Þetta þýðir að sjálfbærni upplýsingarnar verða ekki lengur birtar í sérstakri skýrslu eins og nú er algengt. Markmiðið með þessum breytingum er meðal annars að virkja enn frekar hlutverk eftirlitsaðila. Janúarráðstefna Festu er stærsti sjálfbærni vettvangur íslensks atvinnulífs. Janúarráðstefnan er öllum opin en dagskrá ráðstefnunnar má sjá HÉR.
Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9. júní 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ 11. maí 2020 11:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9. júní 2021 07:00
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01
Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ 11. maí 2020 11:00