Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Þúsundir Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Forsætisráðherra segir skrefið marka eðlisbreytingu á baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað ítarlega um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ og rætt við þingkonu Vinstri Grænna sem segist hafa verið misnotuð af starfsmanni samtakanna. Meintur gerandi starfi enn innan þeirra.

Þá höldum við áfram umfjöllun okkar um ópíóíðafaraldurinn sem fjallað var um í Kompás í gærkvöldi. Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum en í fyrra og íslenskur almenningur notar mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum.

Við kynnum okkur einnig áform um landfyllingu í Skerjafirði og hittum listakonu sem segir húðflúr njóta sífellt vaxandi vinsælda.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×