Moldríki Íslandsvinurinn gæti keypt Man Utd en ekki eins og það er rekið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 12:12 Sir Jim Ratcliffe á nóg af peningum og er stuðningsmaður Manchester United. Þess vegna vilja margir stuðningsmenn sjá hann kaupa félagið. Samsett/EPA Stuðningsmenn Manchester United dreymir flestir um að losna við núverandi eigendur, hina óvinsælu Glazer fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Það er einn maður sem hefur verið nefndur til sögunnar en hann er bæði mjög ríkur sem og mikill stuðningsmaður félagsins. Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira