Moldríki Íslandsvinurinn gæti keypt Man Utd en ekki eins og það er rekið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 12:12 Sir Jim Ratcliffe á nóg af peningum og er stuðningsmaður Manchester United. Þess vegna vilja margir stuðningsmenn sjá hann kaupa félagið. Samsett/EPA Stuðningsmenn Manchester United dreymir flestir um að losna við núverandi eigendur, hina óvinsælu Glazer fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Það er einn maður sem hefur verið nefndur til sögunnar en hann er bæði mjög ríkur sem og mikill stuðningsmaður félagsins. Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira