Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðhera, tilkynnti í gær breytingar á reglum um sóttkví hér á landi sem tóku gildi nú á miðnætti. Fólk sem útsett er fyrir smiti utan heimilis þarf ekki að fara í sóttkví heldur í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.
Willum kynnti þessar breytingar í samræmi við tillögur Þórólfs sóttvarnalæknis sem fram komu í minnisblaði hans til Willums. Fram kemur í minnisblaðinu að faraldurinn hafi verið nokkuð stöðugur síðustu þrjár vikur þar sem um þrettán hundruð manns hafa greinst dagleag.
Ómíkron afbrigði veirunnar sé uppistaðan í þeim mikla fjölda sem er að greinast núna en einnig eru um tíu prósent enn að greinast með delta afbrigðið. Dregið hefur þó úr alvarlegum veikindum á spítalanum en þeim sem eru með vægari veikindi hefur fjölgað.
Hægt er að horfa á upptöku og lesa textalýsingu frá fundinum hér fyrir neðan.