Kurteislegar „kappræður“ Bragi Skúlason skrifar 26. janúar 2022 10:32 Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun