Peter setur spurningarmerki við endurgerð Mjallhvítar
„Án þess að móðga neinn þá sló það mig svolítið hvað þeir voru stoltir af því að ráða Latneska leikkonu sem Mjallhvíti - en þú ert samt ennþá að segja söguna Mjallhvít og dvergarnir sjö. Taktu skref til baka og virtu fyrir þér hvað þú ert að gera með því.“ Sagði Peter sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Game of Thrones þáttaröðunum.
Honum fannst skrítið hvað þau væru vör um það að vera framsækin á einn hátt en á sama tíma væri verið að taka risa skref aftur á bak með endurgerðinni. Hann veltir því fyrir sér afhverju það sé verið að segja sögu um sjö dverga sem búa saman í helli því það sé ekki skref í rétta átt.
Ný Mjallhvít
Í myndinni sem á að koma út 2023 fer Rachel Zegler fara með hlutverk Mjallhvítar og Gal Gadot er í hlutverki illu drottningarinnar. Rachel vann Golden Globe verðlaunin fyrr í þessum mánuði fyrir leik sinn sem Maria í West Side Story en Gal er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem Wonder Women.

„Bara ást og virðing á leikkonuna og allt fólkið sem hélt að það væri að gera rétt en ég er bara.. Hvað eruð þið að gera?“
„Það er mjög mikil hræsni í gangi“ sagði hann. Peter bætir því við að miklar uppfærslur á upprunalegu persónunum gætu virkað en mikið þyrfti að breytast.
Disney kom með yfirlýsingu
Disney hefur gefið út yfirlýsingu um málið og segjast vera að ráðfæra sig við fólk sem þekkir til málsins í undirbúningi myndarinnar. Einnig ætla þau að notast við aðra nálgun á persónunum en var í upphaflegu myndinni. „Við erum spennt að deila meira þegar myndin fer í framleiðslu eftir langt undirbúningsferli,“ segir Disney.
Netverjar með sterkar skoðanir
Netverjar tóku margir undir orð Peters og vilja hvetja Disney til þess að hlusta á það sem hann hefur að segja um málið.
I dont know about you guys but I'm inclined to simply trust Peter Dinklage on the concept of offensive portrayals of dwarves in fiction https://t.co/ybamr9evIv
— Casey Lee Danger (@dykeules) January 25, 2022