Guðni Sigurðsson, sérfræðingur á samskiptasviði hjá Icelandair, segir að ákveðið hafi verið að snúa vélinni við vegna „tæknilegs atriðis“. Engin hætta hafi verið á ferðum en auðveldara hafi verið standa að lagfæringu í Reykjavík en á Akureyrarflugvelli og hafi því verið ákveðið að snúa við.
Vélin tók á loft á Reykjavíkurflugvelli klukkan 7:14 í morgun en snúið við klukkan 7:38 þegar hún flaug yfir norðurenda Langjökuls.
Guðni segir að nýtt flug hafi verið sett upp og farþegum verið komið í önnur flug. Þeir séu nú allir komnir til Akureyrar.