Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 16:52 Jakob Frímann er þegar farinn að huga að því hvernig gera má útsendingar frá þinginu skemmtilegri. vísir/vilhelm Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira