Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 26. janúar 2022 19:00 Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Fíkn Alþingi Heilbrigðismál Píratar Geðheilbrigði Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun