Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að nauðsynjalausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Stjórnvöld hyggjast kynna afléttingaráætlun á föstudag og við ræðum næstu skref við þau Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, í beinni útsendingu frá Alþingi.

Við kíkjum einnig á kennara sem tóku á móti þúsundum barna – beint úr sóttkví í dag þegar slakað var umtalsvert á reglum.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Búdapest, þar sem Íslendingar lögðu Svartfjallaland, og kíkjum á stemninguna á sportbörum í Reykjavík yfir leiknum.

Einnig heyrum við í framkvæmdastjóra Bónuss – sem býst á næstunni við verðhækkunum sem líkjast því sem sást eftir hrun og ræðum við Íslandsvin frá Tonga.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×