Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu Snorri Másson skrifar 26. janúar 2022 18:21 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21
Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08
Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59