Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 22:10 Tillaga Björns Levís Gunnarssonar um að fjarlægja merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu hefur fengið mikinn hljómgrunn í kvöld. Vísir/EPA Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum. Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum.
Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira