Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld komi skil að vestanverðu landinu og þá gangi í sunnan átta til fimmtán metrum á sekúndu með snjókomu. Skilunum fylgir hlýrra loft og er líður á kvöldið breytist úrkoman í slyddu og síðan rigningu á Suður- og Vesturlandi.
„Á morgun verður aftur suðvestanátt og él, en léttskýjað norðaustanlands. Eftir hádegi snýst vindur í vaxandi norðanátt með snjókomu, en að sama skapi birtir um sunnanvert landið. Útlit er fyrir að norðanáttin verði allhvöss eða hvöss og því er hríðarveður líklegt norðantil síðdegis á morgun, einkum á fjallvegum.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðvestan og vestan 13-18 m/s með éljum, en úrkomulítið á Austurlandi. Kólnandi veður, frost 0 til 10 stig seinnipartinn. Gengur í norðan 15-20 með snjókomu norðantil um kvöldið, annars hægari vindur og úrkomuminna.
Á laugardag: Minnkandi norðanátt og snjókoma um morguninn. Snýst í suðvestan 8-15 m/s með él vestanlands, en léttir til austantil. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi vestanátt vestantil um kvöldið.
Á mánudag: Norðvestlæg átt, víða dálítil él og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu um kvöldið.
Á þriðjudag: Norðanátt með éljum og kólnandi veðri.
Á miðvikudag: Útlit fyrir breytilega átt, bjartviðri og frost um allt land.