Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 10:24 Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05