Valdníðsla Áshildur Linnet, Bergur Brynjar Álfþórsson, Birgir Örn Ólafsson og Ingþór Guðmundsson skrifa 27. janúar 2022 20:27 Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Orkumál Suðurnesjalína 2 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun