Óvinurinn Persónuvernd Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2022 19:31 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Frá því heimsfaraldur skall á fyrir um tveimur árum hefur þrengt verulega að þeim rétti. Þannig hefur til dæmis þótt eðlilegt að yfirvöld sæki upplýsingar frá kortafyrirtækjum til að finna út staðsetningu einstaklinga, veitingastaðir skrái komu gesta, sýna bólusetningarvottorð þegar þú ferð erlendis, sýna vottorð um að þú megir sækja viðburð, sækja ekki skóla nema niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir, upplýsa um hverjum þú varst með ef þú smitast og tilkynna náungann ef þig grunar að hann sé að fremja sóttvarnabrot. Á Íslandi starfar stofnunin Persónuvernd sem hefur eftirlit með að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarréttindi og innan þess ramma sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Í heimsfaraldrinum hafa áhrifamenn í samfélaginu beint spjótum sínum að stofnuninni og hún meðal annars verið sökuð um að standa í vegi fyrir mikilvægum aðgerðum í þágu samfélagsins. Fólk hefur einnig lagt sitt af mörkum í athugasemdakerfum við að úthúða stofnuninni, enda eflaust tilfinning þeirra að þarna sé óvinur á ferð í baráttunni við veiruna. Árásir á Persónuvernd undanfarið koma alls ekki á óvart, enda tilhneiging margra til að ganga á mannréttindi og víkja hindrunum úr vegi þegar samfélagið stendur frammi fyrir erfiðleikum. Mikilvægt er þó að láta ekki blekkjast af áróðri og huga að þeim afleiðingum sem óheft söfnun upplýsinga um einstaklinga getur haft í för með sér. Á tímum þar sem nær útilokað er að komast í gegnum daginn án eftirtektar er staðreynd að Persónuvernd hefur aldrei gegnt mikilvægara hlutverki. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Frá því heimsfaraldur skall á fyrir um tveimur árum hefur þrengt verulega að þeim rétti. Þannig hefur til dæmis þótt eðlilegt að yfirvöld sæki upplýsingar frá kortafyrirtækjum til að finna út staðsetningu einstaklinga, veitingastaðir skrái komu gesta, sýna bólusetningarvottorð þegar þú ferð erlendis, sýna vottorð um að þú megir sækja viðburð, sækja ekki skóla nema niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir, upplýsa um hverjum þú varst með ef þú smitast og tilkynna náungann ef þig grunar að hann sé að fremja sóttvarnabrot. Á Íslandi starfar stofnunin Persónuvernd sem hefur eftirlit með að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarréttindi og innan þess ramma sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Í heimsfaraldrinum hafa áhrifamenn í samfélaginu beint spjótum sínum að stofnuninni og hún meðal annars verið sökuð um að standa í vegi fyrir mikilvægum aðgerðum í þágu samfélagsins. Fólk hefur einnig lagt sitt af mörkum í athugasemdakerfum við að úthúða stofnuninni, enda eflaust tilfinning þeirra að þarna sé óvinur á ferð í baráttunni við veiruna. Árásir á Persónuvernd undanfarið koma alls ekki á óvart, enda tilhneiging margra til að ganga á mannréttindi og víkja hindrunum úr vegi þegar samfélagið stendur frammi fyrir erfiðleikum. Mikilvægt er þó að láta ekki blekkjast af áróðri og huga að þeim afleiðingum sem óheft söfnun upplýsinga um einstaklinga getur haft í för með sér. Á tímum þar sem nær útilokað er að komast í gegnum daginn án eftirtektar er staðreynd að Persónuvernd hefur aldrei gegnt mikilvægara hlutverki. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun