Óvinurinn Persónuvernd Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2022 19:31 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Frá því heimsfaraldur skall á fyrir um tveimur árum hefur þrengt verulega að þeim rétti. Þannig hefur til dæmis þótt eðlilegt að yfirvöld sæki upplýsingar frá kortafyrirtækjum til að finna út staðsetningu einstaklinga, veitingastaðir skrái komu gesta, sýna bólusetningarvottorð þegar þú ferð erlendis, sýna vottorð um að þú megir sækja viðburð, sækja ekki skóla nema niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir, upplýsa um hverjum þú varst með ef þú smitast og tilkynna náungann ef þig grunar að hann sé að fremja sóttvarnabrot. Á Íslandi starfar stofnunin Persónuvernd sem hefur eftirlit með að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarréttindi og innan þess ramma sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Í heimsfaraldrinum hafa áhrifamenn í samfélaginu beint spjótum sínum að stofnuninni og hún meðal annars verið sökuð um að standa í vegi fyrir mikilvægum aðgerðum í þágu samfélagsins. Fólk hefur einnig lagt sitt af mörkum í athugasemdakerfum við að úthúða stofnuninni, enda eflaust tilfinning þeirra að þarna sé óvinur á ferð í baráttunni við veiruna. Árásir á Persónuvernd undanfarið koma alls ekki á óvart, enda tilhneiging margra til að ganga á mannréttindi og víkja hindrunum úr vegi þegar samfélagið stendur frammi fyrir erfiðleikum. Mikilvægt er þó að láta ekki blekkjast af áróðri og huga að þeim afleiðingum sem óheft söfnun upplýsinga um einstaklinga getur haft í för með sér. Á tímum þar sem nær útilokað er að komast í gegnum daginn án eftirtektar er staðreynd að Persónuvernd hefur aldrei gegnt mikilvægara hlutverki. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Frá því heimsfaraldur skall á fyrir um tveimur árum hefur þrengt verulega að þeim rétti. Þannig hefur til dæmis þótt eðlilegt að yfirvöld sæki upplýsingar frá kortafyrirtækjum til að finna út staðsetningu einstaklinga, veitingastaðir skrái komu gesta, sýna bólusetningarvottorð þegar þú ferð erlendis, sýna vottorð um að þú megir sækja viðburð, sækja ekki skóla nema niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir, upplýsa um hverjum þú varst með ef þú smitast og tilkynna náungann ef þig grunar að hann sé að fremja sóttvarnabrot. Á Íslandi starfar stofnunin Persónuvernd sem hefur eftirlit með að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarréttindi og innan þess ramma sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Í heimsfaraldrinum hafa áhrifamenn í samfélaginu beint spjótum sínum að stofnuninni og hún meðal annars verið sökuð um að standa í vegi fyrir mikilvægum aðgerðum í þágu samfélagsins. Fólk hefur einnig lagt sitt af mörkum í athugasemdakerfum við að úthúða stofnuninni, enda eflaust tilfinning þeirra að þarna sé óvinur á ferð í baráttunni við veiruna. Árásir á Persónuvernd undanfarið koma alls ekki á óvart, enda tilhneiging margra til að ganga á mannréttindi og víkja hindrunum úr vegi þegar samfélagið stendur frammi fyrir erfiðleikum. Mikilvægt er þó að láta ekki blekkjast af áróðri og huga að þeim afleiðingum sem óheft söfnun upplýsinga um einstaklinga getur haft í för með sér. Á tímum þar sem nær útilokað er að komast í gegnum daginn án eftirtektar er staðreynd að Persónuvernd hefur aldrei gegnt mikilvægara hlutverki. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun