„Ég hef ekki klippt mig í tvö ár“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2022 21:09 Hallgrímur Ólafsson og Birgitta Birgisdóttir leikarar eru spennt að fá að taka á móti fleiri leikhúsgestum á næstu vikum. Stöð 2 Leikarar fagna afléttingum á sóttvarnatakmörkunum en nú mega allt að fimm hundruð leikhúsgestir mæta á leiksýningar. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti næstu skref í faraldrinum fyrr í dag. Umtalsverðar breytingar munu taka gildi á næstu vikum ef allt gengur eftir. Nýju reglurnar heimila leikhúsum meðal annars að taka á móti 500 leikhúsgestum í einu. Engin þörf verður á hraðprófum en grímuskylda er þó enn í hávegum höfð. „Það er bara fínt að koma þessu af stað aftur, þetta er góð tímasetning. EM að klárast í dag og leikhúsið að byrja á morgun,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikari og er spenntur að fá að halda stærri sýningar á næstu vikum. Birgitta Birgisdóttir leikkona tekur í sama streng og vonar að næsta skref afléttinga verði sjálf grímuskyldan. „Ég get ekki beðið sko. Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig persónulega því að við erum að fara að sýna Ástu á Stóra sviðinu næstu helgi ef allt gengur upp. Það er bara gríðarleg tilhlökkun að mæta fólki hérna í Stóra salnum,“ segir Birgitta. Hallgrímur segist ekki hafa klippt sig síðan æfingar á Kardemommubænum hófust en uppsetningin sem hann á við var frumsýnd árið 2020. „Ég var beðinn um að safna smá hári fyrir Kardemommubæinn. Ég hef ekki klippt mig í tvö ár þannig að nú viljum við bara fara að klára þetta,“ segir Hallgrímur og bætir við að Kardemommubærinn fari loks aftur af stað í næsta mánuði. Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ásta færð á Stóra sviðið Uppselt hefur verið á fjörutíu sýningar á verkið Ásta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Því hefur verið ákveðið að færa sýninguna yfir á Stóra sviðið. 23. nóvember 2021 16:31 Valdi að leika afturendann á asna Kardemommubærinn er nú kominn á svið Þjóðleikhússins í sjötta skiptið en Íslendingar sáu hann fyrst árið 1960. 5. október 2020 10:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti næstu skref í faraldrinum fyrr í dag. Umtalsverðar breytingar munu taka gildi á næstu vikum ef allt gengur eftir. Nýju reglurnar heimila leikhúsum meðal annars að taka á móti 500 leikhúsgestum í einu. Engin þörf verður á hraðprófum en grímuskylda er þó enn í hávegum höfð. „Það er bara fínt að koma þessu af stað aftur, þetta er góð tímasetning. EM að klárast í dag og leikhúsið að byrja á morgun,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikari og er spenntur að fá að halda stærri sýningar á næstu vikum. Birgitta Birgisdóttir leikkona tekur í sama streng og vonar að næsta skref afléttinga verði sjálf grímuskyldan. „Ég get ekki beðið sko. Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig persónulega því að við erum að fara að sýna Ástu á Stóra sviðinu næstu helgi ef allt gengur upp. Það er bara gríðarleg tilhlökkun að mæta fólki hérna í Stóra salnum,“ segir Birgitta. Hallgrímur segist ekki hafa klippt sig síðan æfingar á Kardemommubænum hófust en uppsetningin sem hann á við var frumsýnd árið 2020. „Ég var beðinn um að safna smá hári fyrir Kardemommubæinn. Ég hef ekki klippt mig í tvö ár þannig að nú viljum við bara fara að klára þetta,“ segir Hallgrímur og bætir við að Kardemommubærinn fari loks aftur af stað í næsta mánuði.
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ásta færð á Stóra sviðið Uppselt hefur verið á fjörutíu sýningar á verkið Ásta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Því hefur verið ákveðið að færa sýninguna yfir á Stóra sviðið. 23. nóvember 2021 16:31 Valdi að leika afturendann á asna Kardemommubærinn er nú kominn á svið Þjóðleikhússins í sjötta skiptið en Íslendingar sáu hann fyrst árið 1960. 5. október 2020 10:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ásta færð á Stóra sviðið Uppselt hefur verið á fjörutíu sýningar á verkið Ásta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Því hefur verið ákveðið að færa sýninguna yfir á Stóra sviðið. 23. nóvember 2021 16:31
Valdi að leika afturendann á asna Kardemommubærinn er nú kominn á svið Þjóðleikhússins í sjötta skiptið en Íslendingar sáu hann fyrst árið 1960. 5. október 2020 10:30