Nightmare Alley: Oftast eru hinar troðnu slóðir betri Heiðar Sumarliðason skrifar 31. janúar 2022 13:32 Cate Blanchett og Bradley Cooper í Nightmare Alley. Bradley Cooper leikur Stanton Carlisle, dularfullan mann sem rambar í starf í ferðatívolí í Nightmare Alley, nýjustu kvikmynd Guillermo del Toro. Þessi nýjasta mynd mexíkóska Óskarsverðlaunahafans lítur mjög vel út á pappír en þegar á hólminn er komið ræður del Toro ekki við verkefnið. Það er einmitt það hve dularfull og óljós persóna Stantons er, sem fellir þessa annars vönduðu kvikmynd, sem byggir á samnefndri skáldsögu frá árinu 1946 . Áhorfendur fá alltof lengi lágmarks samhengi varðandi fortíð aðalpersónunnar, sem verður til þess að hún er óljós og erfitt að tengjast henni. Þegar upplýsingarnar um fortíðina koma í ljós er það orðið of seint og afdrif hans á engan máta áhrifamikil, eru þess í stað kauðaleg og úrvinnslan jaðrar við að vera naív. Strúktúrkatastrófa Til þess að kvikmynd virki, sem inniheldur svona dularfulla aðalpersónu, þarf handritið sjálft að vera þeim mun þéttara og betur uppbyggt. Því miður er strúktúr þess úti um allar trissur og helstu lögmál þverbrotin. Stanton ráfar um tívolíið, tekur því sem að honum er rétt og það gerist í raun alltof seint að ásetningur hans verður skýr. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að del Toro veit að hann er að vinna með það að hafa fortíð hans í þoku, það fellur eigi að síður um sjálft sig. Til að slík nálgun gangi upp þarf aðalpersónan að vera mun meira afgerandi og framvindan meira spennandi, en alltof lengi er hún heldur kaótísk og stefnulaus. Það er oft ágætis barómet um hvort strúktúr handrits sé í lagi, að skoða log-línu kvikmyndarinnar. Log-lína inniheldur kjarna sögunnar, aðalpersónu, andstæðing, gefur í skyn meginverkefnið og hvað er í húfi (fyrir þá sem vilja vita meira um log-línur er má lesa um það hér). Log-lína Nightmare Alley á Imdb.com er á þessa leið: An ambitious carny with a talent for manipulating people with a few well-chosen words hooks up with a female psychiatrist who is even more dangerous than he is. Það er í sjálfu sér ekkert að þessari log-línu og hljómar hún nokkuð spennandi. Í handritsskrifafræðunum er hins vegar talað um að megin gjörðin í log-línunni þurfi að hefjast þegar annar leikþáttur hefst (sem er þegar u.þ.b. 30 mínútur er búnar af myndinni). Vandinn er hins vegar sá að umræddur sálfræðingur, sem leikinn er af Cate Blanchett, kemur mun seinna en það til sögunnar. Í raun birtist hún það seint að ég var farinn að velta því fyrir hvort þessi mynd sem var búið að lofa mér ætlaði einhverntíma að hefjast. Í Nightmare Alley eru allir mjög dularfullir. Persóna Blanchett er kynnt inn nákvæmlega í miðri mynd og þar sem meginátök myndarinnar tengjast henni hefjast þau alltof seint. Þetta verður til þess að fyrri hluti annars leikþáttar er alls ekki áhugaverður, með alltof mikið af þungum kynningum á persónum og kringumstæðum, þar sem aðalpersónan er of oft áhorfandi. Það er ágætis þumalputtaregla að ef þú þarft hálfa kvikmyndina til að koma meginátökum í gang, þá er eitthvað að strúktúr handritsins. Strúktúrkatastrófa Hluti handritsvandans tengist mögulega því að Nightmare Alley er aðlögun á skáldsögu, en líkt og ég hef áður minnst á hér á síðum Vísis, lúta þær ekki sömu lögmálum og kvikmyndahandrit. Sumar skáldsögur eru hreinlega þess eðlis að aðlögun yfir á kvikmyndaformið er eins og að eiga við ótemju. Ég hef svo sem ekki lesið bókina sem myndin byggir á og get því ekki fellt dóm um hvort hún sé hreinlega illa fallinn til kvikmyndaaðlögunar, eða hvort Guillermo del Toro hafi bara klúðrað verkinu. Hann hefði e.t.v. komist upp með að láta meginátökin hefjast um miðja mynd ef sagan fram að því hefði verið sett fram á áhugaverðari máta, en það tekst því miður ekki. Það er ástæða fyrir því að kvikmyndir hafa fastan strúktúr, það er hreinlega í eðli frásagna og hvernig við tökum á móti upplýsingum. Fyrst viljum við kynningu til að átta okkur á kringumstæðunum og hvers vegna við eigum að hafa áhuga þessum persónum. Svo þarf meginbaráttan að fara stað, annars höfum við ekki áhuga. Þetta er ótrúlega einfalt en einhverra hluta vegna þurfa sumir höfundar alltaf að flækja hlutina. Ég veit að þetta kemur eilítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, en í þessu samhengi verður mér hugsað til fleygrar setningar frá Jerry í þætti af Seinfeld: Sometimes the road less traveled is less traveled for a reason. Þetta er eitthvað sem höfundar mættu oftar hafa í huga, hefði átt vel við hér og mögulega skilað áhugaverðari kvikmynd. Gullkorn frá Jerry. Bradley er ekki súkkulaðidrengur Einvalalið leikara stendur fyrir sínu í Nightmare Alley. Bradley Cooper, Cate Blanchett, Willem Defoe, Toni Collette og David Strathairn eru ekki amalegur hópur. Bradley Cooper hefur margsannað sig sem framúrskarandi leikari en valið á honum í aðalhlutverkið er að einhverju leyti misráðið. Það hefur í raun ekkert með hæfileika hans að gera, heldur útlit. Það er augljóst af öllu að persóna hans á að vera snoppufríður súkkulaðidrengur sem konur falla kylliflatar fyrir áður en hann hefur svo mikið sem opnað munninn. Þó Cooper sé á sinn hátt myndarlegur og ótrúlega flott týpa á tjaldinu, þá er hann ekki einhver Leonardo DiCaprio. Hlutverkið æpir á leikara sem er gjörsamlega symmetrískur og smáfríður, því aðrar persónur bókstaflega segja honum ítrekað hversu symmetrískur og smáfríður hann er. Hinn íðilfagri Bradley Cooper. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég las viðtal við Cooper þar sem hann talaði um að Leonardo DiCaprio hafi upprunalega verið ætlað að leika hlutverkið og verið ansi nálægt því. Þeim sem þekkja vel til DiCarprios og krafna hans til þeirra handrita sem hann vinnur með, ætti ekki að koma á óvart að hann hafi á endanum sagt sig frá verkefninu. Fyrir myndina sjálfa hefði DiCaprio auðvitað verið mun betri kostur og gert ákveðnar senur og vendingar trúverðugri. Það er þó langt frá því að það hefði bjargað Nightmare Alley enda gallarnir við handritið sjálft alltof þungir í vöfum. Líkt og áður sagði er öll umgjörð myndarinnar fyrsta flokks. Sviðmynd, búningar og andrúmsloft er áhrifamikið. Það er leitt að hráefnið sem unnið er með sé ekki betra. Niðurstaða: Hér er allt til alls nema vel unnið handrit, sem gerir Nightmare Alley að frekar rislítilli bíóupplifun. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Það er einmitt það hve dularfull og óljós persóna Stantons er, sem fellir þessa annars vönduðu kvikmynd, sem byggir á samnefndri skáldsögu frá árinu 1946 . Áhorfendur fá alltof lengi lágmarks samhengi varðandi fortíð aðalpersónunnar, sem verður til þess að hún er óljós og erfitt að tengjast henni. Þegar upplýsingarnar um fortíðina koma í ljós er það orðið of seint og afdrif hans á engan máta áhrifamikil, eru þess í stað kauðaleg og úrvinnslan jaðrar við að vera naív. Strúktúrkatastrófa Til þess að kvikmynd virki, sem inniheldur svona dularfulla aðalpersónu, þarf handritið sjálft að vera þeim mun þéttara og betur uppbyggt. Því miður er strúktúr þess úti um allar trissur og helstu lögmál þverbrotin. Stanton ráfar um tívolíið, tekur því sem að honum er rétt og það gerist í raun alltof seint að ásetningur hans verður skýr. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að del Toro veit að hann er að vinna með það að hafa fortíð hans í þoku, það fellur eigi að síður um sjálft sig. Til að slík nálgun gangi upp þarf aðalpersónan að vera mun meira afgerandi og framvindan meira spennandi, en alltof lengi er hún heldur kaótísk og stefnulaus. Það er oft ágætis barómet um hvort strúktúr handrits sé í lagi, að skoða log-línu kvikmyndarinnar. Log-lína inniheldur kjarna sögunnar, aðalpersónu, andstæðing, gefur í skyn meginverkefnið og hvað er í húfi (fyrir þá sem vilja vita meira um log-línur er má lesa um það hér). Log-lína Nightmare Alley á Imdb.com er á þessa leið: An ambitious carny with a talent for manipulating people with a few well-chosen words hooks up with a female psychiatrist who is even more dangerous than he is. Það er í sjálfu sér ekkert að þessari log-línu og hljómar hún nokkuð spennandi. Í handritsskrifafræðunum er hins vegar talað um að megin gjörðin í log-línunni þurfi að hefjast þegar annar leikþáttur hefst (sem er þegar u.þ.b. 30 mínútur er búnar af myndinni). Vandinn er hins vegar sá að umræddur sálfræðingur, sem leikinn er af Cate Blanchett, kemur mun seinna en það til sögunnar. Í raun birtist hún það seint að ég var farinn að velta því fyrir hvort þessi mynd sem var búið að lofa mér ætlaði einhverntíma að hefjast. Í Nightmare Alley eru allir mjög dularfullir. Persóna Blanchett er kynnt inn nákvæmlega í miðri mynd og þar sem meginátök myndarinnar tengjast henni hefjast þau alltof seint. Þetta verður til þess að fyrri hluti annars leikþáttar er alls ekki áhugaverður, með alltof mikið af þungum kynningum á persónum og kringumstæðum, þar sem aðalpersónan er of oft áhorfandi. Það er ágætis þumalputtaregla að ef þú þarft hálfa kvikmyndina til að koma meginátökum í gang, þá er eitthvað að strúktúr handritsins. Strúktúrkatastrófa Hluti handritsvandans tengist mögulega því að Nightmare Alley er aðlögun á skáldsögu, en líkt og ég hef áður minnst á hér á síðum Vísis, lúta þær ekki sömu lögmálum og kvikmyndahandrit. Sumar skáldsögur eru hreinlega þess eðlis að aðlögun yfir á kvikmyndaformið er eins og að eiga við ótemju. Ég hef svo sem ekki lesið bókina sem myndin byggir á og get því ekki fellt dóm um hvort hún sé hreinlega illa fallinn til kvikmyndaaðlögunar, eða hvort Guillermo del Toro hafi bara klúðrað verkinu. Hann hefði e.t.v. komist upp með að láta meginátökin hefjast um miðja mynd ef sagan fram að því hefði verið sett fram á áhugaverðari máta, en það tekst því miður ekki. Það er ástæða fyrir því að kvikmyndir hafa fastan strúktúr, það er hreinlega í eðli frásagna og hvernig við tökum á móti upplýsingum. Fyrst viljum við kynningu til að átta okkur á kringumstæðunum og hvers vegna við eigum að hafa áhuga þessum persónum. Svo þarf meginbaráttan að fara stað, annars höfum við ekki áhuga. Þetta er ótrúlega einfalt en einhverra hluta vegna þurfa sumir höfundar alltaf að flækja hlutina. Ég veit að þetta kemur eilítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, en í þessu samhengi verður mér hugsað til fleygrar setningar frá Jerry í þætti af Seinfeld: Sometimes the road less traveled is less traveled for a reason. Þetta er eitthvað sem höfundar mættu oftar hafa í huga, hefði átt vel við hér og mögulega skilað áhugaverðari kvikmynd. Gullkorn frá Jerry. Bradley er ekki súkkulaðidrengur Einvalalið leikara stendur fyrir sínu í Nightmare Alley. Bradley Cooper, Cate Blanchett, Willem Defoe, Toni Collette og David Strathairn eru ekki amalegur hópur. Bradley Cooper hefur margsannað sig sem framúrskarandi leikari en valið á honum í aðalhlutverkið er að einhverju leyti misráðið. Það hefur í raun ekkert með hæfileika hans að gera, heldur útlit. Það er augljóst af öllu að persóna hans á að vera snoppufríður súkkulaðidrengur sem konur falla kylliflatar fyrir áður en hann hefur svo mikið sem opnað munninn. Þó Cooper sé á sinn hátt myndarlegur og ótrúlega flott týpa á tjaldinu, þá er hann ekki einhver Leonardo DiCaprio. Hlutverkið æpir á leikara sem er gjörsamlega symmetrískur og smáfríður, því aðrar persónur bókstaflega segja honum ítrekað hversu symmetrískur og smáfríður hann er. Hinn íðilfagri Bradley Cooper. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég las viðtal við Cooper þar sem hann talaði um að Leonardo DiCaprio hafi upprunalega verið ætlað að leika hlutverkið og verið ansi nálægt því. Þeim sem þekkja vel til DiCarprios og krafna hans til þeirra handrita sem hann vinnur með, ætti ekki að koma á óvart að hann hafi á endanum sagt sig frá verkefninu. Fyrir myndina sjálfa hefði DiCaprio auðvitað verið mun betri kostur og gert ákveðnar senur og vendingar trúverðugri. Það er þó langt frá því að það hefði bjargað Nightmare Alley enda gallarnir við handritið sjálft alltof þungir í vöfum. Líkt og áður sagði er öll umgjörð myndarinnar fyrsta flokks. Sviðmynd, búningar og andrúmsloft er áhrifamikið. Það er leitt að hráefnið sem unnið er með sé ekki betra. Niðurstaða: Hér er allt til alls nema vel unnið handrit, sem gerir Nightmare Alley að frekar rislítilli bíóupplifun.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira