Handbolti

Erlingur meðal þeirra sem er orðaður við stöðu lands­liðs­þjálfara Noregs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erlingur gæti tekið við norska landsliðinu.
Erlingur gæti tekið við norska landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV hér á landi og landsliðsþjálfari Hollands í handbolta er meðal þeirra sem er orðaður við landsliðsþjálfarastöðu norska landsliðsins. Þetta kemur fram á vef norska fjölmiðilsins TV2.

Samkvæmt frétt TV2 ku Christian Berge, núverandi landsliðsþjálfari Noregs, vera að íhuga stöðu sína og talið er að naumur sigur Noregs á Íslandi í leiknum um 5. sæti Evrópumótsins hafi verið hans síðasti leikur með liðið.

Talið er að forráðamenn norska handknattleikssambandsins muni gefa Berge þrjár vikur til að ákveða hvort hann haldi áfram með liðið eður ei. Samningur hans gildir til ársins 2025.

Meðal nafna sem hafa verið orðuð við landsliðsþjálfarastöðu Noregs eru Erlingur Richardsson en sá gerði gott mót á EM með hollenska landsliðinu.

Aðrir sem nefndir eru til sögunnar eru þeir Glenn Solberg, núvernadi landsliðsþjálfari Svíþjóðar Jonas Wille, aðstoðarmaður Berge hjá Noregi og þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, Kristian Kjelling, þjálfari Drammen og Börge Lund þjálfari Noregsmeistara Elverum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×