Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 20:17 Nara Walker mætti mikilli samstöðu hér á landi eftir dómsuppkvaðningu. Stöð 2 Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian. Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian.
Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35
Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13