Fótbolti

Liver­pool stað­festir komu Díaz

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Liverpool.
Nýjasti leikmaður Liverpool. Diogo Cardoso/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest komu vængmannsins Luis Díaz. Hann er Kólumbíumaður sem kemur frá Porto í Portúgal.

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest komu vængmannsins Luis Díaz. Hann er Kólumbíumaður sem kemur frá Porto í Portúgal.

Hinn 25 ára gamli Díaz virtist við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur en eftir að Liverpool kom inn í myndina var ljóst að vængmaðurinn væri á leiðinni í Bítlaborgina.

Talið er að Díaz kosti Liverpool í kringum 45 milljónir punda. Hann mun veita Sadio Mané, Diogo Jota og Mohamed Salah samkeppni.

Díaz skoraði 41 mark í 125 leikjum fyrir Porto og mun klæðast treyju númer 23 hjá Liverpool. Tekur hann við treyju Xerdans Shaqiri en sá var einnig varaskeifa fyrir Mané, Salah og Jota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×