„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 15:00 Hörður Orri er framkvæmdastjóri Herjólfs. vísir „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“ Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“
Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17