Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 16:48 Mótmælendurnir voru grímuklæddir og voru fjarlægðir af lögreglu. Aðsend Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta. Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta.
Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira