Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 16:48 Mótmælendurnir voru grímuklæddir og voru fjarlægðir af lögreglu. Aðsend Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta. Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta.
Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira